134 hafa nú verið greind með COVID-19 veiruna hér á landi. Rúmlega ellefu hundruð eru í sóttkví og um 1230 sýni hafa verið rannsökuð.
Skólastjórnendur leik- og grunnskóla og forsvarsmenn sveitarfélaga nýta helgina og mánudaginn til að skipuleggja kennslu næstu vikna. Enn er á huldu hvernig kennslan verður útfærð.
Atvinnurekendur fá 21 þúsund krónur á dag fyrir hvern launamann sem er í sóttkví og getur ekki sinnt störfum sínum þaðan, samkvæmt frumvarpi félagsmálaráðherra sem hefur verið samþykkt í ríkisstjórn.
Arnar Páll Hauksson talaði við Drífu Snædal.
Netverslun á matvörum og heimsending hefur fjórfaldast síðustu daga samanborið við sama tíma í fyrra. Kristján Sigurjónsson talai við Breka Karlsson og Guðmund Magnason.
Rauða viðvörunin var góð æfing, þetta segir forstjóri Advania. Starfsmenn fyrirtækisins eiga auðvelt með að vinna að heiman en fyrirtækið hefur nú í nógu að snúast við að hjálpa öðrum fyrirtækjum að setja upp heimatengingar fyrir starfsfólk. Arnhildur Hálfdánardóttir sagði frá og talaði við Ægi Má Þórisson.