Samúðarverkfall sem Efling stéttarfélag boðaði í sjálftætt starfandi skólum er ólögmætt.. Þetta er niðurstaða Félagsdóms.
Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og stjórnvöld hafa náð samkomulagi um greiðslur til fólks sem gert er að sæta sóttkví vegna COVID-19 veirunnar. SA beinir því til atvnnurekenda að laun verði greidd til þessa hóps og ASÍ til sinna aðildarsamtaka að sjukrasjóðir greiði óskert út til þeirra sem sýkjast.
Viðbúið er að enn fjölgi í hópi þeirra sem greindir hafa verið með kórónaveirusmit hér á landi. Verið er að rannsaka tugi sýna og búist við því að einhver reynist jákvæð.
Það er víða írafár yfir hvernig eigi að bregðast við efnahagslegum áhrifum af útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Það erfiðasta er óvissan um hver heilsufarsáhrifin verði.
Þorsteinn Gunnarsson, settur forstjóri útlendingastofnunar, segir að engin áform séu um að falla frá brottvísun fjölskyldna til Grikklands. Börn verða send frá Íslandi til Grikklands í fysta skipti í næstu viku.
Veðurstofan varar við austan stórhríð á Suðurlandi á laugardag og austan roki eða ofsaveðri og hríð á Suðausturlandi á aðfaranótt laugardag
Mér líður eins og við séum píluspjöld sem ráðamenn henda pílum í, svona lýsir kona reynslu sinni af því að vera öryrki og búa við fátækt.