Spegillinn

Samúðarverkföll, rannsóknardýr og Weinstein dæmdur


Listen Later

Boðaðar verkfallsaðgerðir BSRB gætu gert það enn erfiðara fyrir Reykjavíkurborg að ná samningum við Eflingu, að mati Hörpu Ólafsdóttur, formanns samninganefndar borgarinnar. Kröfur félaganna séu alls ekki þær sömu. Jóhann Hlíðar Harðarson ræddi við Hörpu
Ríki heims verða að búa sig undir mögulegan heimsfaraldur COVID-19 veirunnar, en útbreiðsla hennar virðist hafa náð hámarki í Kína, segir yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Kristján Róbert Kristjánsson segir frá
Íslensk fjölskylda, sem var flutt frá Wuhan-héraði í Kína til Íslands fyrir helgi, er ekki smituð af kórónaveiru. 33 sýni hafa verið rannsökuð hérlendis með tilliti til veirunnar, sem öll voru neikvæð. Alma Ómarsdóttir segir frá.
Kviðdómur í New York sakfelldi í dag kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein fyrir gróft kynferðis brot og á hann fangelsisvisti yfir höfði sér. Freyr Gígja Gunnarsson segir frá.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs efast um að skynsamlegt sé að hafa rekstur Sorpu í byggðasamlagi. Loksins þegar fulltrúar sveitarfélaga hafi glöggvað sig á málefninu sé þeim skipt út fyrir aðra. Kristín Sigurðardóttir ræddi við Þórdísi Lóu.
-------------
Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður segir að ekki sé hægt að boða samstöðuverkföll til að bæta eigin kjör. Aðeins til að styðja við aðra sem eru í verkfalli. Arnar Páll Hauksson ræddi við Láru.
COVID-19 veiran virðist breiðast hratt út á Ítalíu. Samkvæmt upplýsingum Spegilsins veit Alþjóðaheilbrigðisstofnunin enn ekki hvort þeir sem veikjast mynda mótefni. Sigrún Davíðsdóttir er á Ítalíu og hefur fylgst með viðbrögðum þar.
Vísindamenn sem gera tilraunir á erfðabreyttum lífverum hér á landi telja að regluverkið sé allt of flókið. Fagráð sem veitir umsagnir um tilraunirnar lagði niður störf því engin þóknun hefur verið greidd fyrir vinnuna í ráðinu. Bergljót Baldursdóttir ræðir við Sigurborgu Daðadóttur, yfirdýralækni hjá Matvælastofnun, Hans Tómas Björnsson og Eirík Steingrímsson prófessora við Læknadeild Háskóla Íslands sem báðir gera rannsóknir með tilraunadýrum.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

461 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

3 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

23 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners