Spegillinn

Sárfátækir gleymdust. Ágreiningur um opnun. Ósamið við flugfreyjur.


Listen Later

Ákvörðun um að opna landið um miðjan júní er umdeild en Þórófur Guðnason, sóttvarnalæknir tekur ekki undir gagnrýni kollega sinna sem hafa áhyggjur af opnuninni. Ragnar Freyr Ingvarsson, sem var yfirlæknir á COVID deild LSH meðan hún var starfrækt hefði viljað meira samráð um ákvörðunina.
Ferðamenn frá Evrópu og í Asíu hafa sýnt Íslandi áhuga eftir að tilkynnt var að landið yrði opnað snemmsumars segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hana.
Samninganefndir flugfreyja og Icelandair hafa setið á fundi hjá Ríkissáttasemjara frá því klukkan tvö.
Á Alþingi í dag er rætt um frumvör sem skilyrða aðstoð vegna COVID og setja launa- og aðrgreiðslum fyrirtækja sem hana þiggja skorður. Þá sætti forsætisráðherra gagnrýni fyrir að VG hefði staðið í vegi fyrir framkvæmdum á vegum NATO í Helguvík. Forsætisráðherra vísaði því á bug.
Forseti Kína vísar því á bug að Kínverjar hafi leynt upplýsingum um kórónuveiruna og áhrif hennar á fólk. Hann kveðst styðja óháða rannsókn á málinu. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Tveir forsetaframbjóðendur hafa skilað inn meðmælenda listum og sá þriðji vísar í lista á netinu.
Kostnaður Haga vegna starfsloka Finns Þórs Árnasonar sem forstjóra Haga og Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónus, nemur 314 milljónum.
Breska söngkonan Vera Lynn varð um helgina elsti tónlistarmaðurinn til þess að komast á breska vinsældalistann, með lagi sem hún hljóðritaði fyrst fyrir rúmlega 80 árum.
---------
Heimsfaraldurinn virðist hafa aukið á vanda þeirra sem búa við sára fátækt á Íslandi. Í Speglinum verður rætt við mæður sem segjast ekki geta boðið börnum sínum neitt til afþreyingar í sumar. Öryrkjar og aðrir efnalitlir hópar hafi gleymst. Arnhildur Hálfdánardóttir ræddi við Hildi Oddsdóttur og Kristínu.
Niðurstaða í atkvæðagreiðslu flugmanna um nýjan kjarasamning verður ljós á sama tíma og hluthafafundur Icelandair hefst á föstudaginn. Afstaða flugvirkja til nýs samnings skýrist á miðvikudaginn. Óvíst er hvenær flugfreyjur semja en þær sitja á samningafundi. Arnar Páll Hauksson segir frá.
Þrjú sveitarfélög suður með sjó eru meðal þeirra sem verða harðast úti vegna hruns ferðaþjónustunnar. Berglind Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum segir að ríkið verði að bæta sveitarfélögum tekjutap því í haust verði erfitt að standa undir lögbundinni þjónustu.
Í Jógía-karta á Jövu í Indónesíu verjast íbúar plágunni með 49 daga inniveru og einföldum grænmetisrétti. Pálmi Jónasson segir frá.
Umsjón:
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

460 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

23 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

74 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

3 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

23 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners