Samherji hefur fengið norska lögmannsstofu til að fara yfir starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Björgólfur Jóhannsson, sem tók tímabundið við stöðu forstjóra Samherja í gær, segir að með þessu hafi málinu verið komið í farveg, það sé fullur vilji til þess innan stjórnar Samherja að upplýsa það.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir aukakostnað sem sjúklingar beri nú einir í heilbrigðiskerfinu vegna þjónustu sérfræðilækna og sjúkraþjálfara vera óviðunandi þróun.
Björn Jón Bragason, sem kvartaði undan framgöngu Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra í sinn garð, segir að dómsmálaráðuneytið hafi brugðist honum í málinu.
Efnt verður til þjóðaratkvæðagreiðslu í Chile í vor um hvort gera eigi nýja stjórnarskrá, en það hefur verið ein af megin-kröfum þeirra sem staðið hafa fyrir mótmælendum í landinu undanfarnar vikur.
Borgarstjóri segir að minna kapp ríki nú á húsnæðismarkaði í Reykjavík. Hann hafi náð jafnvægi og sölutími íbúða hefur lengst.
Lífslíkur í Namibíu eru með þeim minnstu í heiminum. Namibía fékk sjálfstæði árið 1990 og er enn að slíta barnsskónum sem þjóð meðal þjóða. Pálmi Jónasson.
Kosningabaráttan í Bretlandi stendur yfir af fullum krafti. Athyglin beinist að leiðtogunum, slagorðunum og fylginu. Sigrún Davíðsdóttir