Spegillinn

Seyðisfjörður, Frú Ragnheiður og heilbrigðisþjónusta fyrir aldraða


Listen Later

Spegillinn 16.2.2021
Umsjónarmaður: Bergljót Baldurdsóttir
Rýming tæplega 50 húsa í jaðri byggðarinnar í sunnanverðum Seyðisfirði tekur gildi klukkan 19 í kvöld. Hættustig almannavarna hefur aftur verið lýst yfir í bænum vegna skriðuhættu. Kristján Sigurjónsson ræðir við Aðalheiði Borgþórsdóttur í Múla á Seyðisfirði
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sendir minnisblað til heilbrigðisráðherra á næstu dögum um frekari afléttingar innanlands í framhaldi af boðuðum hertum aðgerðum á landamærum sem kynntar voru í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir Ísland vera opnasta land í Evrópu núna, hér séu minnstar hömlur á atvinnulífi og daglegu lífi í álfunni.
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, spurði heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag hvort til greina kæmi að sjálfstætt starfandi heilsugæslustöð fengi að starfa á Suðurnesjum. Ráðherrann telur að það þurfi að stíga mjög varlega til jarðar í þessum málum en full ástæða sé til að ræða þessar hugmyndir.
Dómstóll í Hollandi ógilti í dag útgöngubann stjórnvalda, sem hefur sætt eindreginni andstöðu landsmanna. Þau ætla að áfrýja dóminum.
Skjólstæðingum Frú Ragnheiðar, hjálparúrræðis Rauða krossins fyrir sprautufíkla og/eða heimilislausa á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um 50 prósent á síðustu fjórum árum. 600 manns leituðu til Frú Ragnheiðar í fyrra. Kristján Sigurjónsson ræðir við Elísabetu Brynjarsdóttur
Kostnaður við uppbyggingu hjúkrunarheimila hljómar eins og gjaldþrota stefna segir Pálmi V Jónsson, yfirlæknir á öldrunardeild Landspítalans. Hann leggur til ýmsar breytingar á heilbrigðisþjónustu við eldra fólk meðal annars öldrunargeðdeild verði stofnuð og að heilsugæslan verði gerð að vöggu öldrunarþjónustunnar. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Pálma
Norðmenn búa sig undir átakakosningar til þings í haust. Ríkisstjórn Ernu Solberg frá Hægri flokknum hefur tapað miklu fylgi á kjörtímabilinu og á engan möguleika á að lifa af ef skoðanakannanir standast. En það er ekki þar með sagt að ný vinstristjórn bíði þess að taka við. Þar þurfa fimm ólíkir flokkar að ná samstöðu. Kjósa á 13. september. Gísli Krisjánsson í Noregi sagði frá
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

6 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

13 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

73 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners