Heimsglugginn

Sjálfstæði Skotlands fyrir hæstarétti Bretlands


Listen Later

Hæstiréttur Breta hefur til meðferðar kröfu skosku stjórnarinnar að fá að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands í trássi við vilja bresku stjórnarinnar. Meirihluti skoska þingsins vill halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu en breska stjórnin harðneitar, segir að allir hafi skilið málið svo að langur tími yrði að líða frá síðustu atkvæðagreiðslu uns efnt yrði til nýrrar. Skotar felldu tillögu um að lýsa yfir sjálfstæði 2014, 55% vildu halda sambandinu óbreyttu.
Sjálfstæðissinnar segja að allar forsendur hafi breyst við útgöngu Bretlands úr ESB í trássi við skýran vilja meirihluta Skota. Dorothy Bain, aðallögmaður skosku stjórnarinnar segir að lög séu ekki skýr. Skoska stjórnin segir að hún þurfi ekki að fá leyfi bresku stjórnarinnar vegna þess að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði ekki bindandi heldur ráðgefandi og skosku stjórninni eigi að vera heimilt að leita ráða hjá skosku þjóðinni. Það sé mál þingsins í Holyrood í Edinborg að ákveða.
Breska stjórnin segir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði um samband Bretlands og Skotlands og gildandi lög séu skýr um að það sé málefni stjórnarinnar og þingsins í Westminster. Þar að auki sé ekki hægt að biðja Hæstarétt um að taka afstöðu til gildis laga um þjóðaratkvæðagreiðslu sem ekki hafa verið samþykkt. Breska stjórnin krefst þess að málinu verði vísað frá. Ekki er búist við niðurstöðu hæstaréttar Bretlands á næstunni.
Þetta ræddu Björn Þór Sigbjörnsson og Bogi Ágústsson í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 og einnig erfiða stjórnarmyndun í Svíþjóð og kosningabaráttuna í Danmörku þar sem kosið verður til þings 1. nóvember.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

HeimsglugginnBy RÚV

  • 5
  • 5
  • 5
  • 5
  • 5

5

8 ratings


More shows like Heimsglugginn

View all
Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

472 Listeners

Spegillinn by RÚV

Spegillinn

7 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

25 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

13 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

71 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

33 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

10 Listeners

LANGA - hlaðvarp by Snorri Björns

LANGA - hlaðvarp

5 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

8 Listeners