Gísli Marteinn Baldursson.. hvernig er að vera frægur! Grundvallarspurning blaðamennskunnar. Réttast væri að láta þar við sitja. (Sjá skiptingu á efni þáttarins neðst) Því miður getur maður ekki látið eina spurningu nægja þegar maður fær eins stóran lax í hljóðver, og því er farið yfir nokkur önnur atriði. Skoðanabræður spyrja um skoðanir, en ekki hvað, og þar þarf fyrst að kanna þá heimild, eða forréttindi, sem hver einstaklingur hefur til að yfirleitt hafa annað eins, sem sé skoðun. Gísli er opinber starfsmaður og loftkenndar en hvimleiðar kröfur They um hlutleysi fjölmiðlamanna er hávær, þannig að Gísli þarf að hvað? Passa sig? Eða hirða ekki um róginn og halda sínu striki? Sjá svör í þættinum. Gísli byrjaði sjálfstæðisflokksmegin í lífinu en stýrir nú sjónvarpsþætti góða fólksins. Það gerðist allur fjandinn á leiðinni frá A til B en lífið snýst um ferðalagið sjálft frekar en hvað gerist á leiðarenda, skrifa ég og velti fyrir mér af hverju ég skrifaði það, og þykist hér með neyðast sökum tímaþröngar að slá botninn í þessa tilgangslausu og innihaldsrýru lýsingu á þættinum, og álykta að hver sem hefur drifið alla leið hingað í lýsingunni hljóti einnig að vera reiðubúinn að láta kné fylgja kviði og láta sig hafa að hlusta á þáttinn, og þar með væri lýsingin þó ótrúlegt mætti virðast búin að rækja hlutverk sitt. Djúsinn? Hann er á vegum Útvarps 101 og þegin er virðing á nafnið í símanúmer 661-4648 á AUR eða KASS.
05:40 viðtal við Gísla Marteinn hefst
07:45 innsýn í Vikuna með Gísla Marteini
17:45 hvernig vinnuferlið hefur þróast á tuttugu árum í fjölmiðlum
21:42 Gísli Marteinn setur virðingu á bræðralagið
23:00 sjúka samtalið við Dripmund Davíð
29:45 Arnþrúður Karlsdóttir í Vikunni
38:00 atvinnustjórnmálamenn
41:22 hvað er deiliskipulag?
46:00 REI málið rakið í þaula
53:50 fyrsta skrefið í að búa til fullkomna borg
01:07:50 Bjössi í World Class
01:16:48 blönduð byggð
01:19:25 Gísli Marteinn rótalaus í Vesturbænum
01:23:55 gentrification í Breiðholti
01:27:22 tvenns konar pólitík
01:34:10 Skoðanabræður og Gísli Marteinn sameinast í framboði til borgarstjórnar árið 2022
01:34:30 frægðin og hamingjan
01:38:28 dvöl í Þýskalandi
01:42:34 lokaspurning; afhverju er maður að gera það sem maður gerir?