Fyrirtæki! Skoðanabræður hafa snúist á sveif með auðvaldinu í heimsfaraldrinum, enda ljóst að einhver þarf að rækta landið og hann gerir það ekki nema fá eitthvað fyrir sinn snúð.
Og skemmtu þér vel við að fá eitthvað fyrir þinn snúð, þ.e. verða ríkur, með því að opna fatabúð, segir Sindri Jensson stofnandi Húrra, hálfpartinn augljóslega að grínast, enda ekki neitt gríðarlega hagkvæmt aktívitet sá rekstur. Það er menningin sem menn eru að horfa til og ekki verra að geta lifað á því um leið.
Hann er karlmaður vikuna þessa viku og gefur Skoðanabræðrum innsýn í litlu veisluna sem er í gangi á vettvangi viðskiptalífsins nú um mundir, sem er mikilvægur fróðleikur fyrir leikmennina í Skoðanabræðralaginu.
Fyrir utan key viðtal er margt annað frekar konunglegt rætt í þættinum, sem vonast er til að sé ekki í hrópandi ósamræmi við það sem kemur fram í viðtalinu, en sé svo er mönnum bent á sönn orð í bréfi Konráðs til Jónasar sumarið 1844: „allir hafa ekki sömu áhrif á mann, og þess vegna talar (og skrifar) maður ekki eins til allra, þó maður sje aldrei nema nokkurneginn einlægur, eins og [Skoðanabræður] eru.“
Samhengi skapar Útvarp 101 og fjármögnun fer fram í gegnum AUR eða KASS í númerið 6614648.
04:50 styrkjakóngur vikunnar kynntur inn
07:00 talað um tabú, kvíða og geðsjúkdóma
16:00 árangur Íslands í baráttunni við covid19
26:50 nýir rapparar svívirtir, gamlir rapparar virtir
29:00 virðing sett á nafn Gísla Pálma
37:00 Vigdís Finnbogadóttir
43:12 Sindri Jensson karlmaður vikunnar
01:05:15 skjátími íslendinga
01:06:00 ALLIR eru að deyja úr óöryggi vegna Instagram og ógeðslegra áhrifavalda
01:14:00 loftslagsbreytingar og lífstíll
01:17:00 eggjun veganbúðinnar og vegan fólk svívirt
01:21:10 þegar Snorri og Bergþór gröffuðu á skólann sinn og voru teknir af skólastjóranum
01:25:55 niðurlægingin að vera settur í D-lið í fótbolta þegar maður var tólf ára
01:26:35 Snorri svívirðir alla fótboltamenn alheimsins eftir að hafa lofað hinu gagnstæða í viðtali fyrr í´þættinum (orsök mikillar eftirsjár sem hann er að glíma við í raunheimum einmitt núna)