Spegillinn

Skuldir vaxa, jarðgöng, flugsamgöngur, eldri borgarar og Tina Turner


Listen Later

Spegillinn 25. maí 2023
Umsjónarmaður: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Stjórn fréttaútsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Umboðsmaður skuldara segir embættið búa sig undir að fleiri leiti liðsinnis stofnunarinnar þegar nýjustu vaxtahækkanir Seðlabankans fari að bíta. Nú þegar húsnæðiskostnaður hefur vaxið mikið, leiti margir í dýr og óhagstæð yfirdráttarlán og smálán til að ná endum saman. Rætt við Ástu Sigrúnu Helgadóttur.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fer fram á greinargerð frá Almannavörnum, þar sem tíundað er hvers vegna stofnunin vill hætta við Fjarðarheiðargöng og bora frekar göng frá Seyðisfirði til Mjóafjarðar og Neskaupstaðar, og svo frá Mjóafirði upp í Hérað.
Icelandair hyggst í haust bjóða upp á flug milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í tengslum við millilandaflug.
Héraðsdómur Reykjaness sýknaði Íslandsbanka af sex milljóna króna kröfu manns sem taldi bankann hafa ofrukkað vexti.
Framleiðsla á skógarplöntum er að hefjast á Héraði á ný eftir fimm ára hlé. Rætt við Ragnar Atla Tómasson.
Snorri Stefánsson bakari á Sauðárkróki er farinn að baka brauð ofan í bæjarbúa á ný, tíu dögum eftir að bakaríið stórskemmdist.
----
Ný aðgerðaáætlun stjórnvalda um þjónustu við eldra fólk næstu fimm árin, eða frá þessu ári til ársloka 2027, ber yfirskriftina Gott að eldast og er unnin af verkefnastjórn um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk. Bæta á þjónustuna og auðvelda fólki að nýta sér hana og búa lengur heima hjá sér. Rætt við Berglindi Magnúsdóttur, formann verkefnisstjórnar.
Bandaríkjamenn hafa siglt flugmóðurskipinu Gerald Ford, stærsta stríðsdreka sínum, nánast alveg upp í landsteina innst í Óslóarfirði. Þetta er hundrað þúsund tonna ferlíki og Rússar líta á ferð þess sem ögrun og tilefnislausa ógn við sig. Gísli Kristjánsson talar frá Noregi.
Háir sem lágir hafa minnst söngkonunnar Tinu Turner á samfélagsmiðlum frá því að fréttir bárust af andláti hennar. Drottning, átrúnaðargoð, fyrirmynd og goðsögn eru rauði þráðurinn í þessum færslum. Ásgeir Tómasson stiklar á stóru í merkilegri sögu Tinu Turner.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

470 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

149 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

12 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

24 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

13 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

70 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

10 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

7 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

13 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

5 Listeners