Spegillinn: 14. nóvember 2022. Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Mark Eldred. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sat enn á fundi þar sem skýrsla Ríkisendurskoðandi kynnti skýrslu sína um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka er kynnt. Kristján Sigurjónsson beið nefndarmanna en fundi var ekki lokið.
Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra finnst að salan á hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi tekist vel þó að hún sé ekki hafin yfir gagnrýni. Höskuldur Kári Schram talaði við hann. Þingmenn stjórnarandstöðunnar töluðu um klúður, gáleysi og áfellisdóm við upphaf þingfundar í dag þegar rætt var um skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra telur þörf á að bregðast við athugasemdum Ríkisendurskoðunar, heyrist í Katrínu og Kristrúnu Frostadóttur úr pontu á Alþingi.
Fjölmennustu stéttarfélög landsins hafa vísað kjaradeilum sínum við Samtök atvinnulífsins til Ríkissáttasemjara. Ragnar Ingólfsson formaður VR segir engan vilja hjá SA til að semja. Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA þykir þráðurinn óvenju stuttur. Sunna Karen Sigurþórsdóttir talaði við þá.
Sjaríalög verða innleidd að fullu í Afganistan á næstunni. Talibanar hafa hert tökin sífellt frá því í fyrrasumar þegar Bandaríkjaher hvarf frá landinu. Róbert Jóhannsson sagði frá.
Á Norðurlandi ríkir sannkölluð hitabylgja á íslenskan mælikvarða í nóvember og ekkert nema hlýindi í kortunum næstu daga. Starfsmenn Hlíðarfjalls á Akureyri bíða eftir meiri snjó svo hægt sé að opna brekkurnar. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við Magnús Arturo Batista starfsmann í Hlíðarfjalli.
----------------
Ríkisendurskoðun segir að Íslandsbankasalan í mars hafi verið hagfelld stjórnvöldum en ekki endilega jafn hagkvæm og hún hefði getað orðið. Hún gagnrýnir margt af því sem Bankasýsla ríkisins gerði í aðdraganda og úrvinnslu útboðsins. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman.
Leiðtogar Kína og Bandaríkjanna hittust í dag á löngum fundi á Bali í Indónesíu í því augnamiði að draga úr þeirri spennu sem hefur farið sívaxandi milli þjóðanna að undanförnu, ekki síst vegna eyríkisins Taívans. Ásgeir Tómason sagði frá.
Ný skýrsla fjölmiðlanefndar um upplifun og upplýsingalæsi barna á samfélagsmiðlum gefur til kynna að útilokun og einelti sé talsvert á meðal ungmenna á samfélagsmiðlum. Bjarni Rúnarsson ræddi við Skúla Braga Geirdal, verkefnastjóra Fjölmiðlanefndar um niðurstöður skýrslunnar.