Cassidy Hutchinson bar vitni fyrir nefnd Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið í Washington 6. janúar í fyrra. Frásögn hennar af hegðan Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þann dag hefur vakið mikla athygli. Hutchinson er sanntrúaður Repúblikani og starfaði í Hvíta húsinu í forsetatíð Trumps. Þetta ræddu Guðrún Hálfdánardóttir og Þórunn Elísabet Bogadóttir við Boga Ágústsson í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1.
Þau ræddu líka leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Madrid þar sem Rússland var skilgreint sem óvinur sem bein hætta stafaði af. Finnum og Svíum var boðin þátttaka í bandalaginu eftir að Tyrkir féllu frá andstöðu við að þjóðirnar gengju í bandalagið.