Forsætisráðherra segir að allt viðbragðslið hafi staðið sig afburða vel. Fjármálaráðherra segir varnarmannvirkinn hafa sannað gildi sitt en nú verði að skoða aðra staði þar sem stjórnvöld hafi ætlað sér að vera búin að byggja frekari varnir.
Eigandi eins af bátunum sem sukku á Flateyri í nótt segist lengi hafa óttast að snjóflóð félli á smábátahöfnina.
Varnargarðarnir í hlíðinni fyrir ofan Flateyri eru ekki jafn sterkir og talið var, þegar þeir voru byggðir árið 1998. Ekki er víst að garðarnir gætu gripið flóð á borð við það sem féll 1995 að fullu.
Þrátt fyrir að enginn eigi að vera á veturna í gömlu byggðinni í Súðavík var þar fólk í nótt. Óvissustig er á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu.
Lögreglan í Alicante á Spáni hefur ákært fertugan Íslending fyrir morð og morðtilraun Hann er grunaður um að hafa myrt sambýlismann móður sinnar um síðustu helgi.
Umsjón Anna Kristín Jónsdóttir og Arnar Páll Hauksson
Tæknimaður Davíð Berndsen