Hús í iðnaðarhverfi ofan Skutulsfjarðarbrautar á Ísafirði voru rýmd síðdegis vegna snjóflóðahættu. Þar er í gildi hættustig Fyrir var í gildi óvissustig á norðanverðum Vestfjörðum vegna hennar vegna snjóflóðahættu.
Appelsínugular og gular veðurviðvaranir eru í gildi á landinu öllu, vegna norðaustanstorms, eða roks, hríðar og skafrennings sem linnir ekki fyrr en annað kvöld, rætt við Sigurð Jónsson, veðurfræðing.
Íslendingar og Rússar eigast nú við á Evrópumótinu í handbolta í Malmö og staðan í hálfleik er 18 - 11, Íslendingum í vil.
Það er ótrúlegur heiður en um leið súrrealískt að vera tilnefnd til Óskarsverðlauna. Þetta segir Hildur Guðnadóttir, tónskáld í samtali við Jóhann Bjarna Kolbeinsson
YouTube og Facebook hafa ritskoðað efni frá fjöllistahópnum Hatara. Liðsmaður Hatara segir að völdin á internetinu séu að færast á hendur færri og það ætti að sporna við þeirri þróun segir Matthías Tryggvi Haraldsson. Bergljót Baldursdóttir ræddi við hann.
Finnur Birgisson, liðsmaður Gráa hersins segir að tekjutenging lífeyris hér á landi sé eins og á annarri plánetu miðað við önnur Norðurlönd. Samtökin ætla á næstunni að stefna ríkinu vegna skerðinga í lífeyriskerfinu.Arnar Páll Hauksson tók saman og ræddi við Daniel Isebarn Ágústsson lögmann og Finn
Það er ekki alltaf auðvelt að leysa fjölskyldudeilur og enn flóknara þegar fjölskyldan er einnig opinber stofnun eins og á við um bresku konungsfjölskylduna. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Útsendingu stjórnaði Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir.