Málefni þáttarins var umræðan um kynferðisbrotamenn og hvenær og hvort samfélagið sé tilbúið til þess að gefa gerendum í kynferðisofbeldismálum leyfi til þess að taka þátt í samfélaginu eftir brot og á hvaða forsendum það ætti að vera. Áhrif umræðunnar á þolendur kynferðisbrota og hvernig hægt sé að tryggja að þolendur stýri því hvernig umræðan fer fram.
Gestir Vikulokanna voru:
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB
Þóra Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Advania
Henry Alexander Henrysson siðfræðingur, aðjúnkt við HÍ.
Umsjón: Sigríður Dögg Auðunsdóttir