Spegillinn

Sótthreinsiklútar stífla hreinsistöð


Listen Later

Aðeins tæpt hálft prósent 10 ára barna og yngri sem skimuð hafa verið fyrir kórónuveirunni reyndist smitað. Landlæknir segir heimsóknarbann á hjúkrunarheimili og sjúkrahús erfitt úrræði, en verið sé að fórna minni hagsmunum fyrir meiri.
Búast má við miklu annríki hjá Vinnumálastofnun næstu daga. Hægt verður að senda umsóknir um bætur vegna skerts starfshlutfalls á allra næstu dögum.
Framkvæmdastjóri Sambands evrópskra verkalýðsfélaga segir að hótel- og veitingageirinn sé horfinn. Til að koma honum aftur af stað sé ljóst að þörf sé á verulegum ríkisstyrkjum á næstu árum.
Heilbrigðisráðherra sett í dag reglugerð um takmarkanir á afhendingu lyfja. Ráðherra segir mikilvægt að fólk hamstri ekki lyf.
Hreinsistöð fráveitu við Klettagarða í Reykjavík er óstarfhæf og fer óhreinsað skólp nú í sjó. Ástæðan er að miklu af blautklútum og sótthreinsiklútum hefur verið fleygt í salerni.
Sundlaugar Reykjavíkurborgar verða lokaðar frá og með morgundeginum.
Sáttafundur Eflingar og sveitarfélaganna hefur verið boðaður í fyrramálið.
Kristján Bragason, framkvæmdastjóri Evrópusamtaka verkalýðsfélaga starfsmanna í matvælaframleiðslu , landbúnaði og á hótelum og veitingahúsum, segir að áætla megi að af þeim 12 milljónum sem starfa í hótel- og veitingageiranum hafi 10 til 11 milljónir misst vinnuna vegna COVID-19.
Atvinnugreinin sé hreinlega horfin og ekki verið hægt að koma henni aftur í gang nema með verulegum ríkisstyrkjum á næstu árum. Arnar Páll Hauksson talaði við Kristján Bragason.
Loftmengun yfir stórborgum hefur snarminnkað, dregið hefur úr alþjóðaflugi og umferðarteppur heyra víða sögunni til, í bili að minnsta kosti. Hvernig spila loftslagsvá og heimsfaraldur nýrrar kórónaveiru, saman? Leiðir heimsfaraldurinn til bakslags í baráttunni við loftslagsbreytingar eða er hann stökkpallur til þess að breyta hagkerfinu og venjum fólks? Ýttu loftslagsbreytingar jafnvel undir það að veiran sem veldur COVID-19 tók stökkið yfir í menn? Arnhildur Hálfdánardóttir sagði frá.
Miklar efasemdir eru í Noregi um að flugfélagið Norwegian lifi ferðabann vegna krórónuveirunnar af. Skuldir eru miklar og bæði ríki og fjárfestar hika við að koma félaginu til bjargar. Hins vegar bendir margt til að víðtækar lokanir hafi dregið úr smiti vegna veirunnar í Noregi. Gísli Kristjánsson sagði frá.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

461 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

3 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

23 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners