Stjórnvöld stefna að því að gera Ísland fyrsta land í heimi til að banna dreifingu matvæla sem sýklalyfjaónæmar bakteríur greinast í.
Yfirlögregluþjón segir að bæði Íslendingar og útlendingar tengist skipulagðri glæpastarfsemi sem hefur tengt anga sína hingað til lands
Fjórir stjórnarandstöðuflokkar vilja að innleiðing þriðja orkupakkans verði færð aftast á dagskrá þingsins og flokkarnir semji um mál sem bíða afgreiðslu.
Formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir að þingið verði að bregðast við afbrotum, lygum og öðrum misgjörðum Trumps forseta, þar sem dómsmálaráðuneytið vilji ekki grípa til aðgerða gegn honum.
Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemdir við að Árneshreppur auglýsi samþykkt deiliskipulag fyrir undirbúningsrannsóknir vegna Hvalárvirkjunar.
Samningar opinbera starfsmanna hafa verið lausir frá 1. mars. Samningaviðræður standa yfir og óvíst hvenær eða hvernig þeim lyktar. Meginrafa háskólamanna er að lágmarkslaun verði ekki undir 500 þúsund og jafnt framt hafnar BHM alfarið því að samið verði um krónutöluhækkanir. Arnar Páll Hauksson talar við Þórunni Sveinbjarnardóttur formann BHM
Þjóðaröryggisráð stendur fyrir málþingi í haust um falsfréttir, upplýsingaóreiðu og öryggismál á þessu sviði. Forsætisráðherra hyggst láta vinna tillögur um leiðir til að vekja almenning til vitundar um þessa ógn sem steðjar að lýðræðissamfélaginu. Bergljót Baldursdóttir talar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Umsjón Arnar Páll Hauksson.
Tæknimaður Hrafnkell Sigurðsson.