Umsjón: Pálmi Jónasson
Útgöngubann verður í New York-borg frá átta að kvöldi til fimm að morgni næstu sex sólarhringa. Óeirðaseggir virtu að vettugi útgöngubannið síðustu nótt.
Donald Trump er erkitýpa af þjóðernispopúlískum stjórnmálamanni sem virðir ekki endilega leikreglur lýðræðisins, segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor.
Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögu sóttvarnalæknis um að skimun á farþegum vegna COVID-19 við komuna til landsins hefjist 15. júní. Sóttvarnalæknir telur að síðar í sumar verði hægt að skima um fjögur þúsund sýni á sólarhring.
Ekkert nýtt COVID-19 smit greindist í gær.
Niðurstöður úr rjúpnatalningum sýna að rjúpu hefur fækkað á Norðurlandi en fjölgað í öðrum landshlutum
Arnar Páll Hauksson talar við forsetaframbjóðandann Guðmund Franklín í Speglinum
Pálmi Jónasson talar við Eirík Bergmann í Speglinum um ástandið í USA