Umsjón: Pálmi Jónasson
Yngsti COVID-sjúklingurinn sem er í öndunarvél hérlendis er undir fertugu. Einn hefur losnað úr öndunarvél og af gjörgæsludeild.
Heilbrigðisráðherra hefur miklar áhyggjur af stöðu hjúkrunarfræðinga og segir að til greina komi að greiða heilbrigðisstarfsfólki sérstakan álagsauka.
Ríkissáttasemjari segist vongóður um að það þokist í samkomulagsátt á sáttafundi sem hann hefur boðað á mánudag í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins.
Gert er ráð fyrir að rúmlega fjörutíu og sex þúsund manns verði án vinnu eða í skertu starfshlutfalli í aprílmánuði.
Fjármálaráðherra segir að ástandið vegna faraldursins versni dag frá dagi og ríkisstjórnin sé að hugleiða næstu skref.
Fasteignaveldi Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur leitað ásjár Deutsche Bank og beðið um greiðslufrest á lánum. Fasteignaveldið tapar jafnvirði hundrað milljóna króna í viku hverri.