Spegillinn

Spegillinn 03.09.2019


Listen Later

Umsjón: Pálmi Jónasson
Sagnfræðingur segir að heimsókn Mike Pence sé ekki kurteisisheimsókn. Hann sé kominn til að sinna ákveðnu erindi. Bandaríkjamenn vilji gera sig meira gildandi á norðurslóðum.
Boris Johnson hefur ekki lengur meirihluta á breska þinginu eftir að þingmaður Íhaldsflokksins gekk til liðs við Frjálslynda demókrata síðdegis.
Yfir sextíu þúsund manns á Bahamaeyjum þurfa á mataraðstoð að halda eftir fellibylinn Dorian.
Indverskt geimfar lendir að öllum líkindum á tunglinu á föstudagskvöld. Heppnist lendingin verður Indland fjórða ríkið í heiminum til að lenda geimfari á tunglinu.
Yfir áttatíu lyf eru ófáanleg hér á landi. Apótekari hvetur alla sem að málinu koma til að leita lausna. Lyfjaskorturinn valdi auknu álagi á lækna, heilsugæslu og sjúkrahús. Þá geti hann verið hættulegur heilsu fólks.
Prófessor í sagnfræði segir að heimsókn varaforseta Bandaríkjanna hingað til lands sé ekki bara kurteisisheimsókn. Bandaríkjamenn vilji gera sig meira gildandi í stórveldapólitíkinni á norðurslóðum og vilji ræða stöðu Íslands í því samhengi. Arnar Páll talar við Guðmund Hálfdánarson í Speglinum.
Rúmlega áttatíu lyf eru ófáanleg hér á landi. Apótekari segir það geta verið fólki mjög erfitt að fá ekki rétt lyf og geti beinlínis verið hættulegt. Eitt lyf er ófáanlegt vegna yfirvofandi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en algengari ástæða lyfjaskortsins virðist vera sú að erlendum lyfjaframleiðendum finnst eftirsóknaverðara að leita inn á stærri markaði en Ísland. Kristín Sigurðardóttir segir frá.
Indverska geimfarið Chandrayaan-2 lendir að öllum líkindum á tunglinu á föstudagskvöld. Heppnist lendingin verður Indland fjórða ríkið í heiminum til að lenda geimfari á tunglinu, á eftir Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína. Fimmtíu ár eru síðan Neil Armstrong steig fyrstu manna fæti á tunglið. Lítið skref fyrir manninn en risastórt stökk fyrir mannkynið. Pálmi Jónasson tók saman.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

462 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

145 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

25 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners