Umsjón: Pálmi Jónasson
Vonskuveður er á landinu og allt innanlands- og millilandaflug liggur niðri. Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og fleiri leiðum hefur verið lokað vegna veðurs. Gul veðurviðvörun í gildi fyrir allt landið þar til eftir hádegi á morgun.
Slökkviliðið í Stafangri í Noregi berst við eld í bílastæðahúsi við flugvöll borgarinnar. Óttast er að húsið kunni að hrynja.
Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að mikið verk sé óunnið við stofnun Miðhálendisþjóðgarðs. Hún efast um að lög um garðinn taki gildir um næstu áramót.
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur oft vakið hneykslan en líklega hefur hann aldrei verið umdeildari en nú.
og Ofveiði á rostungum gæti skýrt hvers vegna norrænir menn yfirgáfu Grænland á 15. öld, eftir ríflega 400 ára dvöl.