Spegillinn

Spegillinn 08.04.2020


Listen Later

Umsjón: Pálmi Jónasson
Kórónuveirufaraldurinn virðist hafa náð hámarki hérlendis hvað varðar fjölda virkra smita. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að halda aðgerðum áfram til að koma í veg fyrir að útbreiðsla veirunnar aukist á ný.
Enginn hefur verið greindur með COVID-19 í Vestmannaeyjum síðasta sólarhringinn.
Einmanaleiki eldri borgara er að verða djúpstæður, segir formaður Landssambands eldri borgara.
Bernie Sanders er hættur við að sækjast eftir því að verða forsetaefni Demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í haust.
Stefnt gæti í 25 prósenta atvinnuleysi í Skútustaðahreppi á næstu mánuðum ef versta spá gengur eftir. Þá gætu útsvarstekjur dregist saman um 130 milljónir króna sem eru tæp 22 prósent af heildartekjum sveitarfélagsins.
Stærstu flutningsfyrirtækin á Íslandi, hafa fækkað skipum í rekstri og breytt flutningsleiðum vegna COVID-19. Heildsalar segjast ekki verða varir við skort eða truflanir í innflutningi, hingað komi öll aðföng og matvæli sem hafi verið pöntuð, einu hnökrarnir tengist kannski klósettpappír - en það skrifast ekki á skort heldur aukna eftirspurn. Arnhildur Hálfdánardóttir fjallar um málið í Speglinum.
Ástralski kardinálinn George Pell sem dæmdur var til fangavistar fyrir barnaníð var í gær látinn laus eftir að hæstiréttur Ástralíu sneri dómi undirréttar og sýknaði hann af öllum ákærum. Pell var fjármálastjóri Páfagarðs og sem slíkur þriðji maður í virðingarröð kaþólsku kirkjunnar. Hann var kreddufastur og harðsnúinn baráttumaður kaþólsku kirkjunnar sem barðist hatrammlega gegn samkynhneigð, þungunarrofi, skilnaði, getnaðarvörnum og fyrir skírlífi presta. Pálmi Jónasson segir frá í Speglinum.
Heilbrigðismál eru ekki hluti af innri markaðnum, sem er ein skýringin á því að Evrópusambandið fór sér hægt þegar fór að kræla á COVID-19-faraldrinum. En það þarf líka efnahagsaðgerðir og þá hafa gömul deilumál frá evruhremmingunum á árunum eftir 2008 gengið í endurnýjun lífdaga. Sextán klukkustunda símafundur fjármálaráðherra evruríkjanna dugði ekki til að ná samstöðu. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

460 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

23 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

74 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

3 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

23 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners