Spegillinn 09.01.2020
Umsjón: Bergljót Baldursdóttir
Bandaríska leyniþjónustan telur að flugskeyti hafi grandað úkraínskri farþegaþotu sem fórst í Íran í fyrrinótt. Forsætisráðherra Bretlands krefst ítarlegrar og opinskárrar rannsóknar á slysinu.
Að minnsta kosti tólf ferðamenn sem lentu í hrakningum á Langjökli í fyrradag hafa þegar leitað réttar síns gegn fyrirtækinu Mountaineers of Iceland.
Grunur er um að tveir lyfsalar hafi gerst sekir um alvarlegt misferli við afgreiðslu lyfja. Lyfjastofnun telur að umtalsvert magn af lyfseðilsskyldum lyfjum hafi verið afgreitt án lyfseðla.
Búast má við aldauða einhverra dýrategunda í Ástralíu vegna gróðureldanna sem þar geisa. Þetta er mat spendýravistfræðings sem starfað hefur í Ástralíu.
Stjórnvöld í Ástralíu hafa afþakkað aðstoð fimmtíu slökkviliðsmanna frá Danmörku við að berjast við gróðurelda sem hafa brunnið mánuðum saman. Trine Bramsen varnarmálaráðherra greinir frá þessu í fréttatilkynningu. Þar kemur fram að Ástralar séu afar þakklátir Dönum fyrir boðið, en aðstoðin sé afþökkuð eins og sakir standa. Best sé að staðkunnugir berjist við eldana. Bramsen segir að tilboðið standi, þótt því hafi ekki verið tekið að sinni.
Talið er að mun fleiri hjúkrunarfræðingar glími við kulnun nú en fyrir fimm árum. Þá fann helmingur hjúkrunarfræðinga fyrir henni. Mannauðsstjóri spítalans segir að ástandið hafi versnað.
Flestir fjallvegir á norður- og vesturlandi hafa verið lokaðir vegna veðurs í dag. Stefnt er að mokstri í nótt, en nýjar veðurviðvaranir taka gildi á morgun