Spegillinn

Spegillinn 10. desember. 2019


Listen Later

Spegillinn 10.desember 2019
Umsjón: Kristján Sigurjónsson og Arnar Páll Hauksson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Spegillinn fjallar í dag um ofsaveðrið sem gengur yfir landið
KRS: Aftakaveður er nú um allt land - norðan stórhríð og bylur á öllu norðurlandi, Ströndum og Vestfjörðum. Við einbeitum okkur að veðrinu að Speglinum í dag.
APH: Veður fer hríðversnandi á vesturlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Hættustigi hefur verið lýst yfir á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra af ríkislögreglustjóra í samráði við lögreglustjórana í landshlutunum. Rauðri viðvörun á Ströndum og Norðurlandi vestra vegna veðurofsans var flýtt og tók gildi klukkan fjögur. Viðvörun vegna Norðurlands eystra var þá endurskoðuð og er hún líka orðin rauð. Norðan ofsaveður og jafnvel fárviðri gengur nú yfir á þessu svæði, vindhæð er 25-33 m/s, og henni fylgir mikil snjókoma og skafrenningur.
KRS: Stórstreymt er og Landhelgisgæslan hefur bent á að talsvert geti bætt við sjávarhæð í höfnum umfram það sem útreiknaðar sjávarfallatöflur gefi til kynna. Á norðurlandi eystra urðu áhrif veðursins heldur meiri en búist var við vegna rafmagnsleysis.
APH: Annars staðar á landinu eru viðvaranir rauðgular. Í höfuðborginni er búist við að veðrið nái hámarki nú milli fimm og níu í kvöld. Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöð í Klébergsskóla á Kjalarnesi en ferðalangar sitja þar fastir. Lokað er á Kjalarnesi, Hellisheiði og um Þrengsli. Á Selfossi hefur rauði krossinn líka opnað fjöldahjálparstöð og nú rétt fyrir fréttir var svo þriðja fjöldahjálparstöðin opnuð á Borg í Grímsnesi.
KRS: Mörgum vinnustöðum var lokað fyrr en venjulega og brýnt var fyrir fólki að sækja börn í skóla. Óveðrið hefur haft mikil áhrif á rafmagnsflutning á Norðurlandi og sunnanverðum Vestfjörðum. Truflanir hafa verið á rafmagni á Akureyri. Björgunarsveitir hafa farið í samtals um 120 útköll það sem af er degi. Flest hafa útköllin verið á Norðurlandi og versta veðrið virðist vera í og við Eyjafjörð. Á Ólafsfirði og Blönduósi keppast björgunarsveitarmenn við. Þar hefur verið mjög hvasst og þakplötur fokið af húsum. Sums staðar þurftu björgunarsveitir frá að hverfa því veðrið var svo vont.
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar segir að töluvert sé að gera á Suðurnesjum og í Árnessýslu, auk þess sem fregnir hafi borist af útköllum í Vestmannaeyjum. Langflest útköllin snúast um þakplötur og lausamuni sem fjúka. Davíð segir að enn sé nokkuð rólegt á höfuðborgarsvæðinu, þar hafi verið farið í um 10 útköll, en búist
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

463 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

145 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

4 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

24 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners