Spegillinn 10. desember 2020
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Grípa þarf til frekari aðgerða, eins og hækkunar kolefnisgjalds, ef uppfærð markmið ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum eiga að nást. Þetta segir framkvæmdastjóri Landverndar.
Fjölga á hjúkrunarrýmum á höfuðborgarsvæðinu um níutíu á næsta ári. Húsnæði og rekstur verða boðin út eftir áramót.
Metfjöldi kórónuveirusmita greindust í Danmörku í gær. Stjórnvöld tilkynntu hertar sóttvarnaaðgerðir í dag.
Vaxandi svartsýni gætir um að Bretum og fulltrúum Evrópusambandsins takist að ná samkomulagi um framtíðarsamskipti sambandsins og Bretlands. Sambandið bauð í dag að halda reglum óbreyttum í hálft ár til að koma í veg fyrir að samskipti og samgöngur færu í hnút um áramótin.
Börn yngri en 15 ára eru helmingi ólíklegri en fullorðnir til að smitast af COVID-19 og helmingi ólíklegri til að smita aðra samkvæmt rannsókn
Fiskeldi Austfjarða hefur fallið frá áformum um eitt af fjórum eldissvæðum í Seyðisfirði.
Lengri umfjöllun:
Formaður loftslagsráðs fagnar ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að samdráttur í losun gróðurhúsaloftegunda verði aukinn. Samkomulag er um að hlutur Íslands í samdrætti gróðurhúsalofttegunda verði 29% í sameiginlegu markmiði ESB og Noregs. Ljóst er að þetta hlutfall mun fara yfir 40%.
Ný markmið Íslands í loftslagsmálum verða kynnt á leiðtogafundi sem Sameinuðu þjóðirnar, Bretland og Frakkland standa að á laugardag. Þetta kemur fram í grein sem Katrín Jakobsdóttir skrifa í Morgunblaðið í dag. Ísland tekur þátt í sameiginlegu markmiði Evrópuríkjanna sem hefur verið 40 prósenta samdráttur og hlutur Íslands í því samkomulagi er 29%. Katrín Jakobsdóttir segir að ekki liggi fyrir hvert hlutfallið verði hér á Íslandi miðað við 55% samdrátt í Evrópu. Áform stjórnvalda hafa ekki verið kynnt fyrr loftslagsráði. Halldór Þorgeirsson, formaður ráðsins fagnar þessu og segir að fram undan sé stórt verkefni. Arnar Páll Hauksson tók saman og talaði við Halldór og Katrínu.
Spegill heldur áfram að fjalla um Hálendisþjóðgarðinn í Speglinum, en Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mælti fyrir frumvarpi, stjórnarfrumvarpi, um stofnun hans á Alþingi á þriðjudag. Ljóst er að innan stjórnarflokkanna er ekki samstaða um málið og það gæti orðið löng leið framundan áður en frumvarpið verður að lögum. Nokkrar sveitastjórnir sem liggja að fyrirhuguðum þjóðgarði hafa gert athugasemdir við frumvarpið og telja að skipulagsvald þeirra verði skert. Guðmundur Ingi sagði hins vegar í umræðum á Alþingi að kröfum