Velkomin að Speglinum, Arnhildur Hálfdánardóttir er umsjónarmaður.
Til greina kemur að herða aftur á takmörkunum á landamærum ef vart verður við COVID-19 smit í samfélaginu eftir 15. júní. Þetta kom fram á blaðamannafundi heilbrigðisráðherra í dag.
Sænskir blaðamenn gagnrýna niðurstöðuna rannsóknar ríkissaksóknara á morðinu á Olof Palme. Sumir velta því upp hvort ættingjar meints morðingja geti stefnt stjórnvöldum fyrir meiðyrði.
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja nýtt áhættumat Hafrannsóknastofnunar þrengja að möguleikum til fiskeldis. Gagnrýni Landsambands veiðifélaga á matið sé fráleit.
Talsmaður fyrirtækis sem vill reisa vindorkuver í Dalabyggð segir áhyggjur af hljóðmengun óþarfar. Engin ástæða sé til að skerpa á lögum um vindorkuver.
Innan raða lögreglunnar starfa sárafáir innflytjendur og hlutfall innflytjenda í lögreglunámi hefur lækkað skarpt eftir að námið færðist á háskólastig. Lektor í lögreglufræði telur brýnt að lögreglan endurspegli samfélagið og lögmaður vill kanna hvort rasismi þrífst innan löggunnar.