Reglum um andsvör hefur verið breytt á Alþingi til að koma í veg fyrir að málþóf á borð við það sem var í orkupakkanum endurtaki sig. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis skýrði frá breytingunum við setningu þingsins í dag.
Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, var leystur frá störfum í dag. Ósætti milli ráðgjafans og forsetans í utanríkismálum er talið ástæða brottrekstursins. Guðmundur Björn Þorbjörnsson segir frá.
Ríkið borgar helming við uppbyggingu borgarlínu en næstu fimmtán ár ætla ríki og sveitarfélög að verja að minnsta kosti hundrað milljörðum í samgöngur á höfuðborgarsvæðinu.
Þrettán konur verða skipaðar í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem tekur til starfa í byrjun nóvember. Aldrei hafa fleiri konur setið í stjórninni. Enginn fulltrúi verður frá Bretlandi, en Bretar hyggja á útgöngu úr Evrópusambandinu í næsta mánuði. Guðmundur Björn Þorbjörnsson.
Húnaþing vestra ætlar ekki að endurnýja samstarfssamning sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um málefni fatlaðra sem gildir til áramóta. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri segir að sveitarfélagið ætli sjálft að veita þjónustuna með skilvirkari hætti en áður. Bjarni Rúnarsson ræddi við hanal.
Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, varð lítilsháttar fótaskortur á tungunni þegar hann bauð Indlandsforseta velkominn í dag - til Indlands.
---
Umhverfis- og orkumál eru sögð verða meðal heitustu deilumálanna á komandi þingi. Fjölmiðlar og heruppbygging í Keflavík eru á meðal mála sem helst eru talin geta skekið stjórnarsamstarfið. Stígur Helgason segir frá.
Bæði stuðningsmenn og andstæðingar vegtolla fögnuðu gengi sínu í sveitarstjórnarkosningum í Noregi en ríkisstjórnarflokkarnir guldu afhroð í gær. Gísli Kristjánsson talar frá Noregi.
Dularfull pest herjar nú á hunda í Noregi og í síðustu viku ákvað Matvælastofnun að setja bann við innflutningi á hundum frá Noregi þar til meira er vitað um veikindin. Tugir hunda í fjórtán fylkjum víðsvegar um Noreg hafa drepist þótt flestir hundanna sem veikst hafa séu á svæði í kringum höfuðborgina. Þóra Jóhanna Jónasdóttir, dýralæknir gæludýra og dýravelferðar hjá Matvælastofnun, segir kollega sína í Noregi keppast við að leita orsakanna. . Hundar hafi jafnvel drepist á innan við sólarhring þrátt fyrir mikla meðhöndlun og það sé skiljanlegt að slíkt veki gæludýraeigendum ugg. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir
Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson
Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir