Spegillinn

Spegillinn 10. september 2020


Listen Later

Thor Aspelund, lýðtölfræðiprófessor segir að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins sé jafnlöng þeirri fyrstu og að það komi honum á óvart hvað hún gangi hægt niður. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög líklegt að hann leggi til óbreytt fyrirkomulag við landamæraskimun frá 15. september. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir ræddi við Þórólf. Þórdís Arnljótsdóttir tók saman og ræddi við Thor.
Sex manna fjölskylda frá Egyptalandi, sem dvalið hefur á Íslandi í meira en tvö ár, verður send úr landi í næstu viku. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra segir ekki hægt að breyta reglugerðum vegna einstakra fjölskyldna. - Hún segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort íslensk stjórnvöld bjóði flóttafólki hingað eftir brunann í Moria-flóttamannabúðum á Lesbos.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir vísbendingar um að hátt settir rússneskir embættismenn hafi staðið á bak við að eitrað var fyrir stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Hvítrússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Maria Kolesnikova kveðst hafa óttast um líf sitt þegar átti að flytja hana nauðuga úr landi fyrir í vikunni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögmaður hennar greindi fjölmiðlum frá í dag. Kristján Róbert Kristjánsson sagði frá.
Tvær tillögur að ályktunum um bætta þjónustu og stuðning við flóttamenn og umsækjendur um alþjóðlega vernd liggja fyrir kirkjuþingi. Í annarri er lýst efasemdum um getu grískra, ítalskra og ungverskra stjórnvalda um að skapa fólki á flótta mannsæmandi aðstæður. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman.
----
Lífeyrissjóðirnir eiga að taka sjálfstæða ákvörðun um hvort það þjóni hagsmunum sjóðsfélaga að fjárfesta í Icelandair. Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir að ekki sé ástæða til að óttast að stjórnir sjóðanna láti undan þrýstingi. Sigríður Hagalín Björnsdóttir talaði við hana.
Boris Johnson forsætisráðherra Breta kynnti í gær hert samskiptabann á Englandi en lofaði um leið stórkostlegu skimunarkerfi, sem jafna mætti við tunglferð - líka hvað kostnaðinn varðar. Sigrún Davíðsdóttir sagði frá.
Rúmlega átta milljónir spænskra barna og unglinga snúa aftur á skólabekk í þessari viku eftir að hafa verið heima í hálft ár. Gríðarlegar varúðarráðstafanir eru í öllum skólum landsins vegna Covid-19 farsóttarinnar og mikið álag á kennurum í menntakerfi sem hefur verið fjársvelt árum saman. Jóhann Hlíðar Harðarson fréttaritari á Spáni tók saman.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir.
Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

7 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

460 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

144 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

22 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

23 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

9 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

74 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

3 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

11 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

20 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners