Umsjón: Pálmi Jónasson
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að án aðgerða ríkisstjórnarinnar til að sporna við afleiðingum COVID-19, stefni í fjöldagjaldþrot í greininni. Samtök atvinnulífsins vilja að tryggingagjald verði lækkað tímabundið ef ástandið versnar og að Seðlabankinn lækki stýrivexti í næstu viku.
Greinst hefur eitt svokallað þriðja stigs smit af COVID-19 veirunni hérlendis. Sextíu og níu smit hafa nú greinst, öll á höfuðborgarsvæðinu nema tvö.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að veiran sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, sé orðin töluvert útbreidd á Íslandi. Íslensk erfðagreining stefnir að því að hefja skimun fyrir veirunni meðal almennings á næstu dögum, að því gefnu að því takist að útvega veirupinna.
Lággjaldaflugfélagið Norwegian tilkynnti í dag að hætt hefði verið við 3.000 flugferðir á næstu vikum. Bókanir hefðu dregist mikið saman vegna COVID-19 faraldursins.
Fjörutíu og átta Sikileyingar mega búast við að verða sektaðir og jafnvel stungið í steininn fyrir að hafa tekið þátt í jarðarför í dag.
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að án aðgerða ríkisstjórnarinnar stefni í fjöldagjaldþrot í greininni. Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Samtök atvinnulífins segja aðgerðirnar mikilvægt skref. Ef ástandið versni sé eðilegt að lækka tryggingargjaldi tímabundið og að Seðlabankinn lækki stýrivesti í næstu viku. Arnar Páll talar við fjölmarga í Speglinum.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, veðjar á að veiran sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, sé orðin töluvert útbreidd á Íslandi. Íslensk erfðagreining stefnir að því að hefja skimun fyrir nýju kórónaveirunni meðal almennings í lok þessarar viku. Fyrirtækið vinnur verkefnið undir stjórn sóttvarnalæknis. Allt veltur á því hvort fyrirtækinu tekst að útvega veirupinna svo hægt sé að taka sýni. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá í Speglinum.