Spegillinn

Spegillinn 10.febrúar 2020


Listen Later

Spegillinn 10. Febrúar 2020
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Sáttasemjari aflýsti í dag sáttafundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Enginn fundur hefur verið boðaður og allt stefnir í að tveggja og hálfs dags verkfall hefjist um hádegisbil á morgun.
Kristján Viðar Júlíusson, einn þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur stefnt íslenska ríkinu og krafist rúmlega 1400 milljóna króna í bætur.
Tíu eru látnir og yfir hundrað særðir eftir að hópslagsmál brutust út í Kasakstan fyrir helgi. Þúsundir flýðu til nágrannaríkisins Kirgistans.
Sjór flæddi á land á Sauðárkróki í dag og urðu töluverðar skemmdir. Saman fór lágur loftþrýstingur og há sjávarstaða.
Norðan hríð er nú víða um land og fjallvegir ófærir. Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir Vestur- og Norðurland og spáð norðan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi.
Guðni Franzson klarinettuleikari og tónskáld, faðir Hildar Guðnadóttur, segist hafa fengið hálfgert sjokk þegar tilkynnt var í nótt að dóttir hans hefði fengið Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jóker. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir fréttamaður náði tali af Guðna í Stykkishólmi í dag.
Þrettán prósentum færri ferðamenn fóru frá Íslandi í janúar en í sama mánuði í fyrra, samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Þetta er annað árið í röð sem brottförum frá Keflavíkurflugvelli fækkar í janúar.
Lengri umfjöllun:
Sigur Hildar Guðnadóttur á Óskarsverðlaunahátíðinni á í Hollywood í nótt hefur svo sannarlega glatt Íslendinga. Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur hefur lengi fylgst með Hildi og samgleðst eins og aðrir yfir velgengni hennar. Kristján Sigurjónsson talar við Sigríði.
Sáttasemjari aflýsti í dag sáttafundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Enginn fundur hefur verið boðaður og allt stefnir í að tveggja og hálfsdagsverkfall hefjist á morgun.Ástæðan fyrir því að sáttasemjari aflýsti fundinum er væntanlega sú að hann metur það svo að tilgangslaust sé að boða til fundar. Að ekkert nýtt kæmi fram á fundinum. Þetta þýðir líka að sáttasemjari er að þrýsta á aðila leggja eitthvað fram sem gæti þokað málinu áfram eða fært deiluna nær einhverri lausn. Efling hefur lýst því yfir að félagið sé tilbúið að semja um kröfuna sem lýtur að leiðréttingu á stöðu ófaglærðra í leikskólum borgarinnar. Það á eftir að kom í ljóst hvort ný tilboð verða lögð fram. En staðan núna er sú að enginn fundur er boðaður í deilunni. Arnar Páll Hauksson segir frá og talar við Bjarna Brynjólfsson
Saga þeirra, sem tóku fastei
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

461 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

75 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

21 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

3 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

23 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners