Komiði sæl og Velkomin að Speglinum.
Það hefur kólnað í húsum á Siglufirði, kúabændur eru margir í vanda og á Dalvík þurfti að opna fjöldahjálparstöð fyrir verkamenn.
Elstu menn muna ekki annað eins ástand vegna rafmagnsleysis. Framkvæmdastjóri hjá Landsneti segir að ramagnsleysið nú eigi sér engin fordæmi.
Miklar truflanir hafa verið á fjarskiptakerfum á Norðurlandi vestra í dag. Sérfræðingur hjá Póst- og fjarskiptastofnun segir truflanirnar án fordæma. Lögreglumenn á Sauðárkróki ná ekki tetra-sambandi við stjórnstöð almannavarna í Reykjavík.