Umsjón: Pálmi Jónasson
Flugfreyjufélag Íslands hefur fundað með lögfræðingi Alþýðusambandsins vegna tilboðs Icelandair um verulega launaskerðingu og skert réttindi flugfreyja til langs tíma.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur til við heilbrigðisráðherra að áfram gildi það að allir sem koma hingað til lands, sama hvaðan, fari í tveggja vikna sóttkví.
Fyrirtæki hafa leitað til Vinnumálastofnunar í því skyni að endurgreiða fjármuni sem þau fengu í gegnum hlutabótaleið stjórnvalda.
Fleiri leita til heilsugæslunnar vegna andlegrar vanlíðanar nú en á meðan faraldurinn var í hámarki.
Virðisaukaskattur verður þrefaldaður í Sádi-Arabíu til að bregðast við fjárhagslegum erfiðleikum af völdum COVID-19 farsóttarinnar og verðlækkunar á olíu.
Í ljósi nýrra gagna vill atvinnuveganefnd Alþingis að kannað sé hvort endurmeta eigi ráðgjöf um grásleppuveiðar á yfirstandandi vertíð.