Spegillinn 11. febrúar 2020
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gerir ekki ráð fyrir að bóluefni gegn kórónaveirunni verði tilbúið fyrr en eftir eitt og hálft ár. Veiran hlaut í dag nafnið Covid-19.
Verkfall 1850 starfsmanna Reykjavíkurborgar, sem eru í Eflingu, hófst í hádeginu í dag, og stendur næstu tvo daga. Það hafði víða áhrif. Ekki hefur verið boðaður samningafundur í deilunni.
Viðræður fulltrúa BSRB, BHM, Hjúkrunarfræðinga, ASÍ, ríkis og sveitarfélaga um styttingu vinnuvikunnar fyrir vaktavinnufólk hafa staðið yfir í allan dag og standa líklega yfir fram á kvöld.
Þriðji hver Íslendingur óttast að kórónaveiran berist til landsins. Helmingur þjóðarinnar óttast ekki smit, en næstum fimmtungur óttast að veikjast af veirunni.
Hilmar Elísson var útnefndur skyndihjálparmaður ársins í dag, en hann bjargaði manni frá drukknun í Lágafellslaug í Mosfellsbæ í janúar á síðasta ári. Hann gerir lítið úr eigin afreki, en segir mjög mikilivægt fyrir fólk að læra skyndihjálp.
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, sagði í dag þegar hann ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að heimsbyggðin öll ætti að hafna friðaráætlun Donalds Trumps.
Sænsk-danska póstþjónustan PostNord er hætt að senda bréf og böggla til Kína. Ástæðan er sú að mörg flugfélög hafa aflýst ferðum til landsins vegna kórónaveirunnar, sem í dag fékk nafnið Covid-19
Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, leiðir fyrsta framboðslista sem kynntur er í hinu sameinaða sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Sjálfstæðisflokkurinn birti lista flokksins í þar í dag.
Lengri umfjöllun:
Rætt við Drífu Snædal forseta ASÍ í Spegilinn um ýmsar hliðar kjarabaráttu, hvað eigi að liggja að baki launakröfum, kröfum um vinnutíma, aðbúnað, hversu mikið á að meta menntun til móts við reynslu og svo framvegis. Það hefur ekki farið framhjá neinum að nú stendur yfir hörð kjaradeila milli félagsfólks Eflingar hjá Reykjavíkurborg og borgarinnar og lausn ekki í sjónmáli, tveggja og hálfs dags verkfall hófst á hádegi og margir óttast að ekki takist að semja fyrir næstkomkandi mánudag þegar ótímasett verkfall hefst. Svo virðist sem að helstu rök borgarinnar séu þau að ófaglærðir nálgist laun faglærðra svo mikið að, að þeir síðarnefndu sætti sig ekki við það og þar með hefjist eltingaleikur eða höfrungahlaup sem ekki sjái fyrir endann á - ára- og jafnvel áratugagamalt endurtekið efni. Kristján Sigurjónsson ræðir við Drífu um leiðir til að komast úr þessar