Spegillinn

Spegillinn 11.febrúar 2021


Listen Later

Spegillinn 11.febrúar 2021
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson
Meiri veikinda varð vart hjá starfsfólki slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins en reiknað var með eftir seinni bóluefnissprautuna. Þriðjungur starfsliðsins er veikur og þurfti að kalla út aukafólk.
Talsverð óvissa er enn um hvernig muni ganga að fylgja afhendingaráætlun bóluefna á öðrum ársfjórðungi þessa árs segir forsætisráðherra.
Hæstiréttur dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða Jóni Höskuldssyni 9,5 milljónir í skaðabætur vegna Landsréttarmálsins
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur samþykkt að vísa tillögum að deiliskipulagi Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti til endurskoðunar aðalskipulags sem nú stendur yfir
Hátt í einn af hverjum þremur Bandaríkjamönnum ætlar eindregið eða líklega að afþakka bólusetningu gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun AP fréttastofunnar.
Þrjátíu ár eru í dag síðan Íslendingar, fyrstir þjóða, viðurkenndu sjálfstæði Litáens.
Lengri umfjöllun:
Innlend matvælaframleiðsla fullnægir að töluverðum hluta fæðuframboði á Íslandi. Framboð af fiski er langt umfram eftirspurn, yfir 90 prósent í kjöti, eggjum og mjólkurvörum, en grænmetið og kornið eiga langt í land. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Landbúnaðarháskólans fyrir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, sem kynnt var í morgun. Þar er fjallað um fæðuöryggi þjóðarinnar. Aðeins eitt prósent af korni til manneldis er framleitt hér á landi og 43 prósent af grænmeti. Staðan er hins vegar allt önnur og betri í kjöti, eggjum og mjólkurvörum, að ekki sé talað um fisk. Innlend matvælaframleiðsla er mjög háð erlendum aðföngum, segir í skýrslunni, sérstaklega eldsneyti og áburði. Skýrslan verður til umfjöllunar hjá Þjóðaröryggisráði. Spegillinn settist í dag niður með þeim Kristjáni Þór Júlíussyni landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og Jóhannesi Sveinbjörnssyni dósent við landbúnaðarháskólann, sem er einn skýrsluhöfunda. Kristján Sigurjónsson talar við þá
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að hrinda af stað vinnumarkaðsaðgerðum sem eiga meðal annars að skapa 200 störf fyrir þá sem eru atvinnulausir eða fá fjárhagsaðstoð frá borginn. Verkefnið verður unnið í samvinnu við Vinnumálastofnun.Rösklega 40% landsmanna sem eru atvinnulausir búa í höfuðborginni. Í janúar voru 8.606 Reykvíkingar á atvinnuleysisskrá sem þýðir að almennt atvinnuleysi er yfir 11 af hundraði. Miðað við janúar í fyrra hefur fjöldi atvinnulausra rúmlega tvöfaldast. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs segir að staðan sé grafalvarleg. Arnar Páll Hauksson talar
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

6 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

13 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

73 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners