Spegillinn

Spegillinn 11.janúar 2021


Listen Later

Spegillinn 11.janúar 2021
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Demókratar á Bandaríkjaþingi hyggjast þrýsta á Mike Pence varaforseta að svipta Donald Trump völdum. Ella verður hann ákærður til embættismissis.
Tuttuguogsex manns kusu fjórtán daga sóttkví við komuna til landsins á rúmlega þremur vikum frá 10. desember. Sóttvarnalæknir segir nokkra þeirra ekki hafa virt reglur um sóttkví.
Forstjóri Icelandair segir að forsendur hlutafjárútboðs félagsins í fyrra haldi. Félagið stefnir á að ná á þessu ári þriðjungi af flugferðum félagsins árið 2019
Allt efni Stöðvar 2 verður selt í áskrift frá og með 18. janúar, þar með taldar sjónvarpsfréttir. Framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 segist vilja halda úti metnaðarfullri fréttaþjónustu en það sé ekki hægt með auglýsingatekjum einum saman.
Þingfundir hefjast brátt að nýju á Alþingi eftir jólafrí, en þingnefndir hefja störf á morgun.
Starfsmenn veitingastaðarins Hrauns í Ólafsvík eiga inni tæpar tvær milljónir króna í laun. Lífeyrissjóður þeirra hefur farið fram á gjaldþrot félagsins, en fyrra rekstrarfélag sama staðar fór líka í þrot. Formaður Verkalýðsfélags Snæfellinga gagnrýnir að engin refsing sé við slíku.
Skagafjarðarveitur biðla til íbúa í Skagafirði að fara sparlega með heita vatnið næstu daga. Mikill kuldi hefur verið í sveitinni síðustu daga og búist er við áframhaldandi frosti fram á miðvikudag.
Lengri umfjöllun:
Ríkissjóðir vestrænna þjóða dæla fjármagni út í laskað hagkerfi í Covid-19 faraldrinum. Slík hagfræði hefur löngum verið kennd við John Maynard Keynes, en kenningar hans hafa um áratugaskeið verið uppspetta deilna um hlutverk ríkisins í atvinnulífinu. Ari Skúlason hagfræðingur hjá Landabankanum bendir á í Hagsjá bankans, sem kom út í dag, að ríkissjórnir á vesturlöndum eru samstíga í að beita hagstjórnarkenningum Keynes í faraldrinum, jafnt hægri sem vinstri stjórnir. Það eru erfiðir tímar í rekstri ríkissjóðs Íslands - útlit er fyrir samtals 600 milljarða króna halla á árunum 2020 og 2021. Kristján Sigurjónsson talar við Ara.
Í Noregi er vitað um 2300 svæði þar sem kvikleir er í jörðu. Enn á eftir að rannsaka fleiri staði. Fá 2015-2019 var varið um fimm milljörðum krona í aðgerðir til að koma í veg fyrir að kvikleirskriður færu af stað. Með þessum aðgerðum var öryggi tæplega 900 íbúðarhúsa tryggt og um 300 annara bygginga. Um 110 þúsund manns í Noregi búa á svæðum þar sem kvikleir er í jörðu. Það hefur ekki enn verið útskýrt hvað það var sem kom kvikleirskriðunni af stað í Ask í Gjerdrum í Noregi sem fél
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

6 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

476 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

13 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

73 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners