Spegillinn 12. desember 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Nýr kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins og VR, Landssambands íslenskra verslunarmanna og iðn- og tæknifólks felur í sér 6,75 prósenta launahækkun, afturvirka frá 1. nóvember. Samningurinn gildir í rúmt ár, til janúarloka 2024. Desemberuppbót verður 103 þúsund krónur og orlofsuppbót 56 þúsund krónur. Ríkisstjórnin kemur að kjarasamningnum með því meðal annars að einfalda barnabótakerfið og fjölga íbúðum í byggingu. Mútumálið sem skekur Evrópuþingið er árás á það sjálft, evrópskt lýðræði og opið samfélag, segir forseti þingsins. Belgíska lögreglan gerði húsleit á skrifstofum þess í dag. Brottvísun Hussein Hussein, íraksks hælisleitenda, og fjölskyldu hans er ólögleg. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að því í dag. Dalvíkingar minntust þess í dag að þrjú ár eru frá aðventustorminum svokallaða og þrálátu rafmagnsleysi sem fylgdi honum. Hildur Guðnadóttir tónskáld er tilnefnd til Golden Globe verðlaunanna í annað sinn á þremur árum - nú fyrir tónlist í kvikmyndinni Women Talking. Lengri umfjöllun: Samningurinn sem undirritaður var í dag af fulltrúum VR, Landssambands íslenzkra verzlunarmanna, samflots iðn- og tæknifólks og Samtaka atvinnulífsins er millileikur. Samið er til rúmlega árs; samningurinn gildir frá 1. nóvember í ár út janúar 2024 og felur í sér hækkun mánaðarlauna um 6,75% en að hámarki 66 þúsund krónur. Desemberuppbót á næsta ári verður 103 þúsund krónur og orlofsuppbót 56 þúsund. Í kynningum á samningnum leggja bæði SA og verkalýðsfélögin áherslu á fyrirsjáanleika á óvissutímum og að strax eigi að hefjast handa við undirbúning á nýjum samningi. Kristján Þórður Snæbjarnarsoner forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Rafiðnaðarsambandsins, hann skrifaði í dag undir fyrir þess hönd. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Kristján og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Aðgerðir í húsnæðismálum og endurbætur á barnabótakerfinu er það helsta sem ríkisstjórnin leggur í púkk í kjarasmningunum sem undirritaðir voru í dag og fyrir viku. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá þessu á kynningarfundi ríkisstjórnarinnar í dag. Matarboð geta haft ansi misjafna merkingu í mismunandi löndum. Jafnvel löndum sem eru jafn lík menningarlega og Norðurlöndin Svíþjóð og Ísland. Það er þó ekki endilega maturinn eða matarmenningin sem mestur munur er á, heldu hvað telst vera við hæfi. Kári Gylfason í Gautaborg segir frá.