Andlát manns í húsbíl sem brann í Grafningi á föstudagskvöld var líklega slys, að sögn Odds Árnasonar yfirlögregluþjóns. Engu hefði breytt þótt símtal í Neyðarlínuna um kvöldið hefði skilað sér rétta leið. Neyðarlínan og Ríkislögreglustjóri harma að það hafi misfarist. Stígur Helgason tók saman.
Lögregla í Hvíta-Rússlandi hótar að skjóta stjórnarandstæðinga ef þeir hætta ekki mótmælum gegn Lúkasjenkó, forseta landsins. Ásgeir Tómasson sagði frá
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir löngu tímabært að endurskoða sóttvarnarlög og ræða heimildir og forsendur beitt hefur verið. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að réttur fólks til lífs og heilsu trompi ýmis réttindi.
Aðalsteinn Hákonarson. formaður mannanafnanefndar segir að sér lítist vel á frumvarp dómsmálaráðherra um að fella nefndina niður en það væri miður ef breytingar á mannanafnalögum yrðu til þess að íslenski kenninafnasiðurinn léti undan. Systurnar Eydís Rán og Ingibjörg Sædís vilja hins ekki kenna sig við foreldra sína heldur búa sér til sitt eigið ættarnafn. Það hafa þær ekki mátt hingað til.
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hafi verið mikil vonbrigði að lesa fréttir um að formaður Viðreisnar hafi farið svig við tilmæli sóttvarnaryfirvalda og spilað golf í Hveragerði. Þingmenn á landsbyggðinni leggi mikið á sig til að sinna störfum sínum í breyttu landslagi.
---
Geymsluvandi íslenskra safna er víða býsna alvarlegur - helst að ástandið sé þokkalegt á Þjóðminjasafninu. Höfuðsöfn hrjáir plássleysi, brunavörnum er ábótavant og hætta á skemmdum vegna raka og vatnsleka eins og fram kom í fréttaskýringarþættinun Kveik í síðustu viku. Í greinargerð vegna Fjármálaáætlunar ríkisins 2021-2025 segir beinlínis að menningararfur þjóðarinnar sé í hættu og geti glatast að einhverju leyti ef ekki sé tekið á þessum geymslumálum með heildstæðum hætti. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og menntamálaráðherra segir þetta auðvitað umhugsunarefni fyrir menningarþjóð en verið sé gera margt gott. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Lilju.
Í síðustu viku var Bretland í fjórða sæti á listanum, sem enginn vill vera á, heimslistanum yfir mesta útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Nú verða aðgerðir hertar þar í landi.
Vafasamir viðskiptahættir Norður-Kóreumanna eru afhjúpaðir í nýjum dönskum heimildaþætti sem vakið hefur mikla athygli. Þar kemur fram að í boði eru viðskipti með vopn og eiturlyf til að afla tekna fyrir landið.