Umsjón: Pálmi Jónasson
Ferðamenn geta farið í skimun á Keflavíkurflugvelli í stað þess að sæta tveggja vikna sóttkví, eigi síðar en 15. júní.
Kvikmyndagerðarfólk og íþróttamenn geta komið til landsins frá og með föstudegi, án þess að fara í tveggja vikna sóttkví.
Forseti ASÍ segir það lengi hafa verið draum Icelandair að lækka laun flugfreyja. Hins vegar sé ekki hægt að ganga að samningi sem feli í sér 40 prósenta kjaraskerðingu.
Aðalráðgjafi Bandaríkjaforseta í viðbrögðum við COVID-19 farsóttinni varar við því að aflétta útgöngubanni of snemma. Það geti haft alvarlegar afleiðingar.
Fyrirtækin Össur hf. og Iceland Seafood hafa ákveðið að endurgreiða ríkinu hlutabætur.