Umsjón: Pálmi Jónasson
Tvær aurskriður hafa fallið í vestanverðum Eyjafirði í dag. Mikill vatnavöxtur er í ám og lækjum og líkur á aurskriðum og grjóthruni úr fjallshlíðum.
Forseti Alþingis segir að fyrir liggi undirritað samkomulag um afgreiðslu þriðja orkupakkans. Málið verður rætt á fundi þingflokksformanna á morgun.
Hafrannsóknastofnun og breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe skrifuðu undir samkomulag í dag um að Ratcliffe fjármagni umfangsmikla rannsóknaráætlun í samvinnu við stofnunina.
Orkumálastjóri segir að erfitt sé að sjá fyrir sér að hér á landi verði reist vindorkuver á næstu tíu árum ef þau verða að fara í gegnum rammaáætlun. Arnar Páll Hauksson fjallar um málið í Speglinum
Bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan FBI rannsaka dauða bandaríska milljarðamæringsins Jeffreys Epsteins, sem talinn er hafa svipt sig lífi í fangaklefa í New York á laugardaginn. Pálmi Jónasson fjallar um málið í Speglinum
Það heyrðist iðulega að Theresa May forsætisráðherra Breta væri ósannfærandi leiðtogi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu því hún studdi ekki útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Nú er kominn forsætisráðherra sem klárlega studdi útgöngu og Boris Johnson ætlar ekki að láta ætlunarverkið mistakast. Stefna hans er þó enn óklár en kannski er það með ráðum gert. Sigrún Davíðsdóttir fjallar um málið í Speglinum.