Spegillinn

Spegillinn 12.febrúar 2021


Listen Later

Spegillinn 12.febrúar 2021
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson
Pfizer og Evrópusambandið hafa samið um kaup á 200 milljónum skammta umfram það sem áður hafði verið ákveðið. Útlit er fyrir að Íslendingar fái fleiri bóluefnaskammta á næstunni en gert hafði verið ráð fyrir
Draga verður lærdóm af dómnum sem Hæstiréttur kvað upp í gær í máli Landsréttardómaranna tveggja, segir dómsmálaráðherra.
Rússar segjast tilbúnir að slíta tengslin við Evrópusambandið verði þeir beittir refsiaðgerðum vegna Navalny-málsins.
Kennslustofur í Háskóla Íslands komast ekki í stand fyrr en matsmenn hafa lokið við að meta umfang vatnstjónsins sem varð þar fyrir þremur vikum. Forsvarsmenn skólans hafa áhyggjur af myglu.
Heimsendingarþjónustan Aha.is hefur þróað innkaupaapp sem skilur íslensku. Markmiðið er að fólk geti gert stórinnkaup heima hjá sér á örfáum mínútum.
Lengri umfjöllun:
Danska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að samkomulag hefði náðst á þingi um að auka verulega eftirlit á norðurslóðum. Útgjöld til eftirlitsins verða aukin um sem svarar rúmlega 30 milljörðum íslenskra króna. Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur segir nauðsynlegt að auka viðbúnað hersins til að fylgjast betur með siglingum og flugi á norðurslóðum. Málið snýst um öryggi ríkissambandsins og að við stöndum við skuldbindingar okkar segir Bramsen. Bogi Ágústsson segir frá.
Saga og aðbúnaður ráðskvenna í sveit á síðari hluta tuttugustu aldar er viðfangsefni Dalrúnar J. Eygerðardóttur sagnfræðings í doktorsverkefni hennar. Dalrún hefur talað við tugi eldri kvenna sem gegndu ráðskonustarfi á síðustu öld og í þessum viðtölum hefur ýmislegt komið fram sem þagnarmúr hefur umlukið hingað til. Dalrún fjallaði um viðfangsefni sitt hjá RIKK - Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands í gær - þegar rætt var um áhrif #metoo-byltingarinnar á líf og frásagnir kvenna. Kristján Sigurjónsson ræðir við Dalrúnu.
Málið, sem hefur verið í bresku fréttaveltunni þessa vikuna er frí eða ekki frí. Munu Bretar komast í sumarfrí eða ekki? Eftir miklar væntingar í ársbyrjun um sumarleyfi, af því bólusetning gengur vel í Bretlandi, eru horfur á ferðasumri þó þungar, samkvæmt Boris Johnson forsætisráðherra. Nú hljómar eins og þorrinn og góan gæti teygst fram á haustið. Sem gæti þá haft áhrif á Íslandi sem hefur notið góðs af ferðavilja Breta á árunum fyrir Covid-19 faraldurinn. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

6 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

476 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Steve Dagskrá by Steve Dagskrá

Steve Dagskrá

23 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

13 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

73 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

31 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners