Alvarlegasta atvik í sögu spítalans segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans um hópsýkinguna á Landakoti. Ekki er ein skýring á henni samkvæmt skýrslu um hana sem kynnt var í dag. Anna Lilja Þórisdóttir tók saman.
Í næstu viku mega hársnyrti- og nuddstofur opna þegar slakað verður á sóttvörnum en áfram mega almennt ekki fleiri en tíu koma saman. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vonar að í byrjun desember megi enn slaka á en hefur áhyggjur af jólaösinni.
Geðhjálp og Þroskahjálp hafa farið formlega fram á það við Alþingi að aðbúnaður fatlaðs fólks og fólks með geðrænan vanda verði rannsakaður áttatíu ár aftur í tímann. Tilefnið er fréttaflutningur af vistheimilinu Arnarholti.
Raforkukostnaður til stórnotenda skerðir ekki alþjóðlega samkeppnishæfni þeirra. Aukið gagnsæi myndi auka traust á raforkumarkaði. Þetta kemur fram í nýrri úttekt. Bjarni Rúnarsson sagði frá.
Rúmlega 20 þúsund einstaklingar voru án atvinnu í síðasta mánuði samkvæmt tölum sem Vinnumálastofnun birt í dag. Um 9 þúsund hafa verið atvinnulaus í meira en hálft ár.
Hreppsnefnd Árneshrepps sýtir það að Vegagerðin hafi gengið til samninga við flugfélagið Norlandair fremur en Erni um flugþjónustu í hreppinn. Framkvæmdastjóri Norlandair segir fjarstæðukennt að halda því fram að þjónustu fari aftur við þessa breytingu. Elsa María Drífu Guðlaugsdóttir sagði frá og talaði við Evu Sigurbjörnsdóttur oddvita Árneshrepps.
Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar vill að hið opinbera geri loðdýrabændum kleift að hætta með styrk.
----
Líklega er ekki hægt að nefna eina undirliggjandi orsök fyrir COVID-19 sýkingunni á Landakoti heldur eru það margir samverkandi þættir, segir í skýrslu um hópsýkinguna sem kynnt var í dag. Ástand hússins, þrengsl og skortur á loftræstingu eru þar nefnd. Már Kristjánsson, yfirlæknir, Páll Matthíasson, forstjóri spítalans og Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar kynntu niðurstöður innri rannsóknarskýrslu í dag. Anna Kristín Jónsdóttir tók saman.
Almennt atvinnuleysi í október var um 10% og jókst um 1 prósentustig. Rúmlega 20 þúsund manns eru án atvinnu. Ef teknir er með þeir sem fá bætur í minnkuðu starfshlutfalli nær atvinnuleysið til 25 þúsund manns. Yfir 9 þúsund einstaklingar hafa verið án atvinnu í meira en hálft ár. Arnar Páll Hauksson tók saman og ræddi við Unni Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar.
Allir breskir forsætisráðherra hafa haft ráðgjafa en enginn hefur sjálfur orðið eins mikið fréttaefni og Dominic Cummings fráfarandi ráðgjafi Borisar Johnsons. Cummings virðist hafa