Spegillinn

Spegillinn 13. september 2019


Listen Later

Fjármálaráðherra lét fresta undirritun samkomulags um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur áhyggjur af því að verkefnið verði ríkinu of dýrt.
Forsætisráðherra Bretlands segist hóflega vongóður um árangur af fundum hans um Brexit með hátt settum embættismönnum Evrópusambandsins í næstu viku.
Landsréttur hefur staðfest sautján ára fangelsisdóm yfir Degi Hoe Sigurjónssyni fyrir morð og morðtilraun á Austurvelli.
Hátt í tvö hundruð féllu fyrir hendi einhvers úr fjölskyldu sinni í Bretlandi í fyrra. Breska þingið ætlar að bæta stöðu þolenda heimilisofbeldis.
Minna er um erfðagjafir á Íslandi en í nágrannalöndunum, að sögn formanns Almannaheilla. Góðgerðafélög segja að skattalöggjöf mætti vera styrktarsjóðum hagfelldari.
Lengri umfjöllun:
Breyta ætti sakamálalögum til að leyfa lögreglu að halda mönnum lengur en tólf vikur í gæsluvarðhaldi í flóknari málum. Þetta er mat lektors í refsirétti. Stórt fíkniefnamál sem nú er fyrir dómstólum hefur beint sjónum manna að þessu álitaefni.
Donald Trump var Demókrötum hugleikinn í nótt í kappræðum tíu efstu frambjóðenda demókrata í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Spjótin beindust líka að Joe Biden sem enn leiðir baráttuna en Elizabeth Warren og Bernie Sanders fylgja fast á hæla hans. Heilbrigðismál, innflytjendamál og utanríkismál bar títt á góma og hvort og þá hversu langt til vinstri flokkurinn á að sveigja.
Útlit er fyrir breytingar á Lánasjóði íslenskra námsmanna. Í júlí var sett í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna sem á að koma í stað LÍN. Helstu breytingar sem þar á að gera auk nafnabreytingarinnar eru að ljúki lánþegar prófi innan tilgreinds tíma verði 30% af námsláni þeirra felld niður; styrkur verði veittur til framfærslu barna lánaþega og lán skuli ávallt að fullu greidd þegar lánþegar eru 65 ára. Þeir sem ljúka námi fyrir 35 ára aldur geti valið hvort endurgreiðslur þeirra séu tekjutengdar eins og raunin er nú, eða þeir greiði með jöfnum greiðslum sem verður þá reglan fyrir þá eldri. Sýnist sitt hverjum um þessar breytingar og má nefna að starfsmenn Lánasjóðsins eru ekki sáttir við breytt nafn og skammstöfun úr LÍN í SÍN. Fulltrúar stúdenta telja ákvæði um vaxtakjör eins og þau eru nú í frumvarpinu varhugaverð. Umsóknum um lán hjá LÍN hefur fækkað mikið undanfarin ár á sama tíma og stúdentum hefur fjölgað. Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir að það borgi sig ekki fyrir námsmenn að taka lán lengur.
Umsjón: Stígur Helgason
Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

462 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

147 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

88 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

25 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

30 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

9 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

26 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners