Umsjón: Pálmi Jónasson
Óprúttnir atvinnurekendur stela árlega mörg hundruð milljónum úr vösum starfsfólks síns og beinast brotin mest að ungu fólki og fólki af erlendum uppruna. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Alþýðusambands Íslands á umfangi brota á vinnumarkaði. Forseti sambandsins segir nýja stéttaskiptingu vera að festa sig í sessi.
Samstaða hefur náðst meðal þingflokka á Alþingi um hvernig umræður um þriðja orkupakka Evrópusambandsins eigi fara fram á sumarþingi.
Fyrirtækið Storm orka stefnir að því að reisa vindmyllugarð í Dalabyggð sem gæti kostað allt að 20 milljarða króna. Framkvæmdastjórinn segir að næsta skref í orkumálum Íslendinga sé nýting vindorkunnar.
Lögreglan vissi allt um mansalshring Jeffreys Epsteins árið 2005 og margvísleg kynferðisbrot hans gegn tugum eða hundruðum stúlkna langt undir lögaldri. Saksóknarinn, sem síðar varð ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trumps, gerði afar sérkennilegan samning við lögmenn Epsteins sem í raun þögguðu málið niður.
Áfram var mótmælt á flugvellinum í Hong Kong í dag og fjölda flugferða frestað. Íslensk kona sem býr í Hong Kong segir það mikið áhyggjuefni að kínversk stjórnvöld hafi líkt aðgerðum mótmælenda við hryðjuverk.
Óprúttnir atvinnurekendur stela árlega nokkur milljónum úr vösum starfsfólks af erlendum uppruna. Aukið vinnustaðaeftirlit hefur leitt til þess að erlent starfsfólk leitar frekar til stéttarfélaga en brotum gegn því hefur ekkert fækkað. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Alþýðusambands Íslands á brotastarfsemi á vinnumarkaði. Fram kemur að brot atvinnurekenda beinist sérstaklega gegn þeim hópum sem síst þekki réttindi sín, ungmennum og fólki af erlendum uppruna. Aðrir hópar sleppi að mestu. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir bráðnauðsynlegt að stjórnvöld standi við loforð og herði viðurlög við brotum. Það eigi ekki að borga sig fyrir atvinnurekendum að stela launum af fólki. Arnhildur Hálfdánardóttir fjallar um málið í Speglinum.
Lögreglan vissi allt um mansalshring Jeffreys Epsteins árið 2005 og margvísleg kynferðisbrot hans á tugum eða hundruðum stúlkna langt undir lögaldri. Saksóknarinn, sem síðar varð ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trumps, gerði hins afar sérkennilegan samning við lögmenn Epsteins sem í raun þögguðu málið niður. Stúlkurnar nutu einskis réttlætis og Epstein gat óáreittur tekið aftur upp fyrri iðju. Pálmi Jónasson fjallar um málið í Speglinum.
Fyrirtækið Storm orka stefnir að því að reisa vindmyllugarð í Dölunum sem gæti kostað 15 til 20 milljarða króna. Framkvæmdastjóri þess segir að vindorka sé næsta skref í orku