Spegillinn

Spegillinn 13.desember 2021


Listen Later

Spegillinn 13.desember 2021
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna alvarlegs öryggisgalla sem uppgötvaðist fyrir helgi. Hann getur valdið tjóni á mikilvægum innviðum en líklega ekki hjá almenningi.
Brýnt er að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára segir sóttvarnalæknir. Bólusetning þeirra hefst fljótlega eftir áramót.
Gert er ráð fyrir aukinni aðsókn í farsóttahús fyrir jólin. Börnum fjölgar í hópi þeirra sem dvelja þar í einangrun.
Tveir menn eru í haldi sænsku lögreglunnar vegna rannsóknar á sjóslysi á Eystrasalti í nótt þegar breskt flutningaskip sigldi á danskan dýpkunarpramma.
Mikil hálka hefur verið á Akureyri síðustu daga eins og víðar á landinu. Læknir á bráðamóttöku segir slysin í raun mjög fá miðað við aðstæður.
Dóra Ólafsdóttir frá Kljáströnd í Grýtubakkahreppi náði í dag hærri aldri en nokkur annar Íslendingur hefur gert, svo vitað sé. Hún er orðin 109 ára og 160 daga gömul
Lengri umfjöllun:
Eins og fram kom í fréttahluta Spegilsins var óvissustigi Almannavarna lýst yfir nú síðdegis vegna alvarlegs öryggisgalla í algengum tölvuhugbúnaði sem uppgötvaðist fyrir helgi. Um helgina varaði netöryggissveitin CERT-IS við því að herjað væri á íslenska innviði erlendis frá; reynt að finna þjóna og kerfi sem væru mögulega berskjölduð fyrir árásum tölvuþrjóta vegna galla í kóðasafni. Svipað mál kom upp í haust, fjöldi fyrirtækja lenti þá í hremmingum þegar hrappar nýttu sér veikleika til að taka gögn í gíslingu. Guðmundur Arnar Sigmundsson forstöðumaður CERT-IS segir að gallinn hafi uppgötvast í kóðasafni sem margir þeirra sem bjóða þjónustu á netinu nýta. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Guðmund.
Eins og fram hefur komið felst í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar talsvert viðamiklar breytingar á stjórnráði Íslands, hvernig verkefni skiptast og flytjast á milli ráðuneyta of fleira. Þetta breytir ýmsu í vinnu og vinnuaðstöðu hundruð starfsmanna stjórnarráðsins og annara stofnana sem þessar breytingar ná til. Margir þeirra eru í félögum innan BHM og því í mörgu að snúast fyrir fomann bandalagsins Friðrik Jónsson. Kristján Sigurjónsson ræddi við Friðrik í dag um þessar breytingar og kjaraviðræður bandalagsins á næsta ári.
Í breska Íhaldsflokknum gengur allt á afturfótunum. Skoðanakannanir sýna að stærsti sjórnarandstöðuflokkurinn, Verkamannaflokkurinn hefur skotist fram úr Íhaldsflokknum í fylgi en Verkamannaflokknum gengur þó brösuglega að fóta sig í meðbyrnum. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

7 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

471 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

150 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

11 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

22 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

14 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

77 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

35 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

19 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

15 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

8 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

27 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

10 Listeners