Spegillinn

Spegillinn 14. desember 2020


Listen Later

Spegillinn 14. desember 2020
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson
Kórónuveirusmitum fjölgar hratt víða í Evrópu. Nýtt afbrigði veirunnar getur verið ástæða hraðrar útbreiðslu í Lundúnum, segir heilbrigðisráðherra Bretlands.
Stefnt er að því að hefja bólusetningu forgangshópa strax í byrjun janúar hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins, verði bóluefni komið til landins.
Samningur Akureyrarbæjar og Sjúkratrygginga um rekstur öldrunarheimila hefur verið framlengdur um fjóra mánuði.
Erlendum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi í nóvember. Nú búa ríflega tvö þúsund fleiri útlendingar hér en gerðu fyrir ári.
Atkvæði voru greidd á Alþingi síðdegis um hið svokallaða sendiherrafrumvarp utanríkisráðherra að lokinni annarri umræðu en afgreiðslu þess var frestað í fyrra.
Útvarpsrásum Ríkisútvarpsins verður framvegis útvarpað frá Úlfarsfelli, eftir að slökkt verður á útvarpssendum á Vatnsenda á næstu dögum í fyrsta sinn í 90 ár.
Lengri umfjöllun:
Formaður Neytendasamtakanna segir að réttur neytenda sé skýr ef þjónusta sem greitt hefur verið fyrir er ekki fyrir hendi vegna sóttvarnaaðgerða. Þetta eigi við um árskort, æfingagjöld og gjafakort svo eitthvað sé nefnt. Á þessu ári hefur fyrirspurnum til Neytendasamtakanna fjölgað um 70%. Meira en helmingur þeirra tengist covid-19. Nú þegar bóluefni eru handan við hornið og útlit fyrir að árangur náist í slagnum við faraldurinn eru margir sem velta fyrir sér hvað verði um öll árskortin og æfingagjöldin sem ekki hefur verið hægt að nota í faraldrinum. Ljóst er að í mörgum tilvikum hefur ekki verið hægt að nýta þessa þjónustu vegna þess að hún hefur ekki verið í boði vegna sóttvarnareglna. Réttur neytenda er nokkuð skýr þegar kemur að gildistíma segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Arnar Páll Hauksson talaði við hann.
Ferðaþjónustan hefur orðið hvað harðast fyrir barðinu á kórónuveirufaraldrinum, ekki aðeins hér á landi heldur á heimsvísu. Ferðamennska í heiminum er talin hafa dregist saman um allt að 80% í ár og samdrátturinn hefur haft áhrif á 121 milljón starfa. Engu að síður telja menn að viðsnúningurinn geti orðið hraður. Í nýlegri könnun sem gerð var fyrir World Travel and Tourism council (WTTC) sögðust 83% stefna á ferðalög. Á menntamorgni ferðaþjónustunnar fór
Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslanda yfir horfurnar; vissulega sé þetta allt óvissu háð og óljóst hve langan tíma það taki ferðaþjónustuna að rísa upp að nýju. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Gunnar.
Norðmenn hafa kynnt nýja Norðurstefnu
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

6 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

477 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

146 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

90 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

24 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

13 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

11 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

73 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

26 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

5 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

32 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

6 Listeners