Samgönguráðherra telur að hægt verði að fjármagna 34 milljarða Fjarðarheiðargöng með ríkisfjármögnun og notendagjöldum. Seyðfirðingar og Héraðsbúar afhentu ráðherra nú klukkan sex um eitt þúsund og átta hundruð undirskriftir með áskorun um að flýta gerð ganganna.
Forsætisráðherra Danmerkur vill herða gæslu á landamærunum við Svíþjóð. Sænskur maður er í haldi, grunaður um að hafa átt þátt í sprengingu við dönsku skattstofuna í Kaupmannahöfn.
Mikið fatlaður maður sem hefur búið á Grensásdeild Landspítalans í tvö ár hefur loksins verið fluttur á varanlegt heimili.
Kjörsókn innflytjenda í alþingis- og sveitarstjórnarkosningum hér á landi er mun minni en þátttaka innfæddra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Háskólanum á Akureyri.
Landsnet hagnaðist um tvo komma fjóra milljarða á fyrri hluta ársins.
Í Speglinum er rætt um stöðu og horfur í uppbyggingu í vindorku hér á landi . Viðmælendur Ketill Sigurjónsson og Auður Anna Magnúsardóttir.
Umfjöllun milljarðamæringinn Jeffrey Epstein sem braut kynferðislega á tugum eða hundruðum stúlkubarna um árabil. Páli Jónasson .