Spegillinn

Spegillinn 14. október 2020


Listen Later

Spegillinn 14. október 2020
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Erfitt verður að ná sátt í stjórnarskrármálinu ef þingmenn eru ekki tilbúnir í málamiðlanir, segir formaður þingflokks sjálfstæðisflokksins. Litlar líkur eru taldar á samkomulagi um veigamiklar breytingar á stjórnarskrá fyrir lok kjörtímabils.
Atvinnuleysi eykst eftir því sem lengra líður á Covid-faraldurinn. Ung kona sem hefur verið atvinnulaus í 10 mánuði segist vonlítil um að fá vinnu.
Stjórnvöld í Ísrael hafa heimilað að á þriðja þúsund íbúðir verði byggðar í landtökubyggðum í Palestínu. Búist er við að þeim verði fjölgað um tvö þúsund til viðbótar á morgun.
Tillögur starfshóps þriggja ráðuneyta um að stytta sölutímabil flugelda fyrir áramót og færri skotdaga eru íþyngjandi segir formaður Landsbjargar.
Stjórnvöld í Frakklandi ætla á ný að lýsa yfir neyðarástandi af heilbrigðisástæðum við að reyna að koma böndum á útbreiðslu kórónuveirunnar. Emmanuel Macron forseti flytur sjónvarpsávarp á næstu mínútum þar sem hann fer yfir ráðstafanir sem grípa á til í baráttunni við veiruna.
Maðurinn sem lést í bruna í húsbíl í landi Torfastaða í Grafningi hét Einar Jónsson. Einar var með skráð lögheimili í Reykjavík. Hann var ókvæntur og barnlaus, fæddur árið 1982.
Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu sem gilti fyrir bæina Gilsá 1 og 2 í Eyjafirði og sumarbústað við síðarnefnda bæinn. Bæirnir og bústaðurinn voru rýmd eftir að aurskriða féll úr Hleiðargarðsfjalli þann 6. október síðastliðinn.
Lengri umfjallanir:
Menntamálaráðuneytið hefur lagt til að viðmiðunarstundaskrá grunnskóla verði breytt svo meiri tíma verði varið í íslensku á yngri stigum grunnskóla og á unglingastigi verði bætt í náttúrugreinar og dregið úr vali á móti. Stefnt er að því að breytingar taki gidli frá og með næsta skólaári. Vísað er til þess að árangur íslenskra grunnskólanemenda hafi verið viðvarandi slakur í íslensku og náttúrufræði í PISA-könnunum sem gerðar eru á þriggja ára fresti hjá 15 ára nemendum. Á morgun (15. október) rennur út frestur til að skila inn umsögn um tillögurnar og hafa þegar borist á sjöunda tug umsagna. Sýnist þar sitt hverjum en margir eru hugsi yfir skerðingu á vali. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segist fagna hverri umsögn sem berst. Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, segist taka undir það að rýna þurfi í hvað gert er í skólum og gera það sem þarf til að styrkja stöðu nemenda í þessum greinum, það er móðurmáli og náttúrugreinum. Anna Kristín Jónsdó
...more
View all episodesView all episodes
Download on the App Store

SpegillinnBy RÚV

  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7
  • 4.7

4.7

6 ratings


More shows like Spegillinn

View all
Vikulokin by RÚV

Vikulokin

8 Listeners

Í ljósi sögunnar by RÚV

Í ljósi sögunnar

465 Listeners

Dr. Football Podcast by Hjörvar Hafliðason

Dr. Football Podcast

145 Listeners

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars by Helgi Jean Claessen

Hæ Hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars

89 Listeners

Heimskviður by RÚV

Heimskviður

23 Listeners

Heimsglugginn by RÚV

Heimsglugginn

8 Listeners

70 Mínútur by Hugi Halldórsson

70 Mínútur

26 Listeners

Ein Pæling by Thorarinn Hjartarson

Ein Pæling

10 Listeners

Podcast með Sölva Tryggva by Sölvi Tryggvason

Podcast með Sölva Tryggva

76 Listeners

Þjóðmál by Þjóðmál

Þjóðmál

31 Listeners

Chess After Dark by Birkir Karl & Leifur Þorsteinsson

Chess After Dark

20 Listeners

Þetta helst by RÚV

Þetta helst

4 Listeners

Spursmál by Ritstjórn Morgunblaðsins

Spursmál

10 Listeners

Komið gott by Komið gott

Komið gott

22 Listeners

Hlaðfréttir by Pera Production

Hlaðfréttir

7 Listeners