Spegillinn 14. október 2020
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Erfitt verður að ná sátt í stjórnarskrármálinu ef þingmenn eru ekki tilbúnir í málamiðlanir, segir formaður þingflokks sjálfstæðisflokksins. Litlar líkur eru taldar á samkomulagi um veigamiklar breytingar á stjórnarskrá fyrir lok kjörtímabils.
Atvinnuleysi eykst eftir því sem lengra líður á Covid-faraldurinn. Ung kona sem hefur verið atvinnulaus í 10 mánuði segist vonlítil um að fá vinnu.
Stjórnvöld í Ísrael hafa heimilað að á þriðja þúsund íbúðir verði byggðar í landtökubyggðum í Palestínu. Búist er við að þeim verði fjölgað um tvö þúsund til viðbótar á morgun.
Tillögur starfshóps þriggja ráðuneyta um að stytta sölutímabil flugelda fyrir áramót og færri skotdaga eru íþyngjandi segir formaður Landsbjargar.
Stjórnvöld í Frakklandi ætla á ný að lýsa yfir neyðarástandi af heilbrigðisástæðum við að reyna að koma böndum á útbreiðslu kórónuveirunnar. Emmanuel Macron forseti flytur sjónvarpsávarp á næstu mínútum þar sem hann fer yfir ráðstafanir sem grípa á til í baráttunni við veiruna.
Maðurinn sem lést í bruna í húsbíl í landi Torfastaða í Grafningi hét Einar Jónsson. Einar var með skráð lögheimili í Reykjavík. Hann var ókvæntur og barnlaus, fæddur árið 1982.
Ákveðið hefur verið að aflétta rýmingu sem gilti fyrir bæina Gilsá 1 og 2 í Eyjafirði og sumarbústað við síðarnefnda bæinn. Bæirnir og bústaðurinn voru rýmd eftir að aurskriða féll úr Hleiðargarðsfjalli þann 6. október síðastliðinn.
Lengri umfjallanir:
Menntamálaráðuneytið hefur lagt til að viðmiðunarstundaskrá grunnskóla verði breytt svo meiri tíma verði varið í íslensku á yngri stigum grunnskóla og á unglingastigi verði bætt í náttúrugreinar og dregið úr vali á móti. Stefnt er að því að breytingar taki gidli frá og með næsta skólaári. Vísað er til þess að árangur íslenskra grunnskólanemenda hafi verið viðvarandi slakur í íslensku og náttúrufræði í PISA-könnunum sem gerðar eru á þriggja ára fresti hjá 15 ára nemendum. Á morgun (15. október) rennur út frestur til að skila inn umsögn um tillögurnar og hafa þegar borist á sjöunda tug umsagna. Sýnist þar sitt hverjum en margir eru hugsi yfir skerðingu á vali. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segist fagna hverri umsögn sem berst. Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur, segist taka undir það að rýna þurfi í hvað gert er í skólum og gera það sem þarf til að styrkja stöðu nemenda í þessum greinum, það er móðurmáli og náttúrugreinum. Anna Kristín Jónsdó