Umsjón: Pálmi Jónasson
Litakóðun, sem svipar til veðurviðvörunarkerfis Veðurstofunnnar, tekur gildi á næstu dögum til að sýna stöðu kórónuveirufaraldursins.
Í Norðurþingi er mesta atvinnuleysi á öllu Norðausturlandi og því spáð að ástandið versni þegar líður á veturinn. Formaður stéttarfélagsins Framsýnar segir að starfsfólk félagsins sé að kikna undan álagi.
Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny getur orðið hreyft sig og er risinn úr rekkju á sjúkrahúsinu í Berlín.
Og vísbendingar um líf á Venusi voru kynntar í dag.
Lengri umfjallanir:
Anna Kristín Jónsdóttir fjallar um hlutfjárúboð Icelandair. Talar við Ásgeir Brynjar Torfason.
Donald Trump er eina von Bandaríkjanna til að sigra þau satanísku öfl sem stjórna djúpríki Bandaríkjanna. Þetta er mat hins dularfulla Q og fylgismanna hans í QAnon. Áhangendum hefur fjölgað stjarnfræðilega í kórónuveirufaraldrinum og fjölmörg ofbeldisverk eru rakin til þeirra. Pálmi Jónasson segir frá.
Eftir að Brexit varð pólitískur banabiti Theresa May í fyrr höfðaði boðskapur Borisar Johnsons um að hespa Brexit af greinilega til kjósenda. Nú er hins vegar ljóst að það er hægara sagt en gert að hespa Brexit af og nú vill forsætisráðherra vill hafna útgöngusamningnum við ESB frá í fyrra. Kjarni vandans er sá sami og frá upphafi: að komast úr Evrópusambandinu án þess að leiða efnahagslegar hörmungar yfir Bretland. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.