Spegillinn 15.05.2019
Umsjónarmaður: Bergljót Baldursdóttir
Tveir þingmenn VG flugu mest þingmanna innanlands og -utan á síðasta ári. Þingmenn fóru í nærri þúsund flugferðir í fyrra, þar af um 600 innanlands.
Öldungadeild ríkisþings Alabama samþykkti í gær lög sem banna þungunarrof á öllum stigum meðgöngu nema líf móður liggi við. Löggjöf um þungunarrof hefur verið hert í mörgum ríkjum Bandaríkjanna á síðustu mánuðum.
Flugmenn American Airlines vöruðu stjórnendur Boeing-flugvélasmiðjanna við því síðastliðið haust að öryggisbúnaður í MAX-þotum væri gallaður. Fundur þeirra með stjórnendunum var hljóðritaður með leynd.
Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala segir að vonast sé til að í kjaraviðræðum hjúkrunarfræðinga og ríkisins sem hófust nýlega verði samið um breytt vinnutímaákvæði og grunnlaun. Spítalinn á ekki aðild að viðræðunum en bundnar eru vonir við að hann verði til þess að betur gangi að manna hann. Bergljót Baldursdóttir ræddi við Sigríði Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítalanum.
Og líka við formann nefndar breska þingsins um heimskautasvæðin sem hefur áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Rússa á norðurslóðum og segir hernaðarumsvif þeirra hafa aukist verulega á síðustu tveimur til þremur árum. Bogi Ágústsson ræddi við breska þingmanninn James Gray,
Sigrún Davíðsdóttir sagði frá áhrifum Brexit -glímunnar á breska stjórnmálaflokka.