Umsjón: Pálmi Jónasson
Ung kona lést úr krabbameini eftir að mistök voru gerð í krabbameinsskimun. Ættingjar hafa vísað málinu til landlæknis. Lögfræðingur segir vísbendingar um að mistök hafi verið gerð við greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu í mörg ár.
Víetnömsk kona, búsett hér á landi, hefur haft réttarstöðu sakbornings í níu ár þar sem tvö íslensk tryggingafélög gruna hana um tug milljóna tryggingasvik. Konan segist hafa misst eiginmann sinn og tvær stjúpdætur í vonskuveðri í Víetnam fyrir tíu árum.
Skjálfti að stærðinni 4,6 varð skammt frá Húsavík um þrjúleytið og annar um klukkan fimm. Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofunni útilokar ekki stærri skjálfta á næstunni.
Hertar sóttvarnareglur tóku gildi í Danmörku í dag. Smitum hefur fjölgað verulega þar í landi og hafa dagleg tilfelli ekki verið fleiri síðan í apríl.
Lengri umfjöllun
Í fyrrasumar var egypskri fjölskyldu synjað um alþjóðlega vernd, fólki hefur verið hér í rúmlega tvö ár og á morgun skal því vísað úr landi. Mál þeirra hefur verið í hámæli og í morgun var rætt um það á fundi Allsherjar og menntamálanefndar Alþingis. Hingað eru komnir tveir þingmenn þeir Guðmundur Andri Thorsson, Samfylkingu og Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokki til að ræða um þessi mál við Önnu Kristínu Jónsdóttur.
Tugþúsundir hafa þurft að flýja heimili sín í skógareldunum miklu í Kaliforníu, Oregon og Washington á vesturströnd Bandaríkjanna. Þrjátíu og fimm hafa látið lífið og milljónir orðið fyrir barðinu á gríðarlegri mengun. Skógareldar og loftslagsbreytingar eru bitbein Joe Biden og Donald Trump fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Pálmi Jónasson tók saman.